Fleiri fréttir

Hitamet gæti fallið á morgun

Hitabylgja hefur skollið á landsmönnum og geta þeir átt von á 25 stiga hita fram eftir vikunni. Tæplega 30 ára hitamet í Reykjavík gæti fallið á morgun.

Office og Windows á íslensku

Tvö algengustu forrit sem notuð eru á markaðinum, Office og Windows, komu út á íslensku í dag. Íslensku forritin eiga að útrýma þeim ensku á innan við þremur árum.

Mest 700 metrar í vagninn

Stefnt er að því að almenningssamgöngur verði raunhæfur valkostur með nýju leiðakerfi Strætó bs. Helstu markmið eru að fjölga farþegum og stytta tímann sem það tekur fólk að komast á áfangastað. Leiðum fækkar úr 35 í 19. </font /></b />

Hnetur aðalástæða ofnæmislosts

Af tæplega 200 börnum sem greinst hafa með fæðuofnæmi eru 23% með ofnæmi fyrir jarðhnetum. Hnetur eru algengasta ástæðan fyrir því að börn fá ofnæmislost. Vaxandi ofnæmistíðni getur stafað af auknu hreinlæti. </font /></b />

Jeppi og rúta í slysi

Tveir voru fluttir á slysadeild þegar lítill jeppi og rúta rákust saman á Gjábakkavegi á þriðja tímanum í gærdag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi komu bílarnir hvor úr sinni áttinni þegar slysið átti sér stað

Rennsli Jöklu minnkar

Rennsli í Jöklu hefur verið í rénun í gær að sögn Guðmundar Péturssonar, yfirverkfræðings við Kárahnjúkavirkjun. Hann segir að vatnsyfirborð Jöklu hafi lækkað um allt að tvo metra og rennslismagn er um 600 rúmsentímetrar á sekúndu, en var um 900 þegar mest var.

Lausn vímuefnavandans samfélagsleg

Lausn vímuefnavandans felst ekki í að skapa fleiri vistunarrými fyrir unglinga á stofnunum, heldur þarf að auka þjónustu úti í samfélaginu. Þetta er mat Harvey Milkman, bandarísks prófessors í sálfræði, sem staddur er hér á landi og boðar breyttan hugsunarhátt í vímuvörnum.

Morðingi vildi iðrast á Gay Pride

Lögreglan vildi fresta Gay Pride, göngu samkynhneigðra, á laugardaginn vegna þess að Ásbjörn Leví Grétarsson, sem myrti samkynhneigðan mann árið 2001, var í Reykjavík.<font face="Helv" color="#008080"></font>

Oftast af stað innan mínútu

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu vinnur stöðugt að því að bæta viðbragðstíma sinn. Í flestum tilvikum eru bílar farnir farnir af stað í útköll innan mínútu frá því að hringt er. Miklu skiptir að fólk gefi greinargóðar upplýsingar þegar hringt er í 112.

Myndi tryggja hagsmuni Íslendinga

Norrænir jafnaðarmenn vilja kanna hvort sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði sé mögulegt. Mikilvægt skref fyrir Íslendinga og Norðmenn í átt að ESB, segir Össur Skarphéðinsson. </font /></b />

Vill nánari samvinnu við ESB

Halldór Ásgrímsson segir að Íslendingar og Norðmenn hafi lýst því yfir að þeir muni taka meiri þátt í starfi Evrópusambandsríkjanna á Norðurlöndum og Balkanskaga. Danir og Svíar segja að ESB sé ekki að þróast í sambandsríki, heldur stofnun sjálfstæðra ríkja. </font /></b />

Vill að Ísland gangi í ESB

Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, heitir stuðningi við Íslendinga í fiskveiðimálum kysum við að ganga í Evrópusambandið. Segir Norðurlöndin þrjú í ESB hafa góð sambönd og mikil áhrif. </font /></b />

Þyrla sækir öklabrotna konu

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til Landmannalauga í gær. Þar hafði þýsk kona misstigið sig og ökklabrotnað. Skálavörður í Landmannalaugum sagði í samtali við fréttastofu að ráðlegast hefði þótt að hringja eftir þyrlu þar sem vegirnir inn í Landmannalaugar væru afar slæmir eftir gríðarlegar rigningar síðustu daga og því nánast tímaeyðsla að hringja eftir sjúkrabíl.

Norrænir forsætisráðherrar funda

Forsætisráðherrar Norðurlanda hittast í Sveinbjarnargerði við Eyjafjörð í dag klukkan fimm. Á fundinum verður fjallað um norræn málefni, Evrópumál og önnur alþjóðamál. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra verður gestgjafi fundarins af Íslands hálfu í veikindaforföllum Davíðs Oddssonar.

Árekstur við Bústaðaveg

Fjórir slösuðust, þar af þrír nokkuð alvarlega, í hörðum árekstri á Bústaðavegi á móts við Veðurstofu Íslands um klukkan sjö í morgun. Fólksbíll sem ekið var í austurátt fór yfir umferðareyju, lenti utan í fólksbifreið sem var á leið í vesturátt og kastaðist því næst á litla rútu sem einnig var á leið vestureftir.

Einn með allar tölur réttar

Einn var með allar tölurnar réttar í Lottó í gær og vann því sexfaldan lottópott eða heilar 39,3 milljónir króna. Sá heppni er með miðann sinn í fastri áskrift. Lottótölurnar voru 2, 20, 29, 32 og 38 og bónustalan var 16.

Leiðtogafundur jafnaðarmanna

Leiðtogar norrænna jafnaðarmanna hafa haldið leiðtogafund sinn hér á landi um helgina. Fundurinn er á vegum SAMAK, samtaka norrænu jafnaðarmannaflokkanna og verkalýðshreyfingarinnar. Leiðtogarnir hafa á fundum helgarinnar rætt um samstarf flokkanna og samvinnu Norðurlandaþjóðanna innan Evrópusambandsins

Bráðabirgða- stjórnarskrá í 60 ár

"Stjórnarskrá[in],sem hér um ræðir, er hugsuð og í rauninni yfirlýst sem hrein bráðabirgðastjórnarskrá," sagði Jakob Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi 1944. "Við höfum aldrei sett okkur stjórnarskrá í raun," sagði Tómas Árnason, þingmaður Framsóknarflokksins, á Alþingi 1984. Þá hafði umræðan um endurskoðun stjórnarskrárinnar þegar verið í gangi í fjóra áratugi. </font /></b />

Árekstur á Gjábakkavegi

Árekstur varð á milli rútu og jepplings um klukkan þrjú í dag á Gjábakkavegi. Bílarnir voru að koma úr gagnstæðum áttum. Selfosslögregla segir tvo af fjórum farþegum jeppans hafa meiðst lítillega, en aðra ekki. Jeppinn er mikið skemmdur en rútan ók af vettvangi full farþegum.

Listasumar í Súðavík

Listasumri í Súðavík var slitið í dag. Síðustu fjóra daga hafa þjóðþekktir og heimsþekktir listamenn tekið þátt í fjölskylduskemmtun með heimamönnum. Listasumarið var sett á fimmtudagskvöld og hefur staðið yfir alla helgina.

Litrík indversk list

Þrír af þekktustu myndlistamönnum Indlands eru staddir hér á landi. Óvenjumikil litagleði ríkir í verkum þeirra sem þeir skýra með því að landið sjálft sé fullt af litum og andstæðum, bæði í landslagi og menningu.

Margir gripir fundist að Hólum

Um tíu þúsund gripir hafa fundist við fornleifauppgröft við Hóla í Hjaltadal í sumar. Sjötíu fornleifafræðingar víða að úr heiminum sóttu ráðstefnu um Hólarannsóknina um helgina. Þetta er þriðja sumar Hólarannsóknar og hefur uppgröfturinn fætt af sér ýmsar merkar niðurstöður.

Vill jákvæða kosningabaráttu

Helga Árnadóttir, sem býður sig fram til formanns Heimdallar, segir mikilvægt að kosningabaráttan verði háð á jákvæðum nótum, en mótframbjóðandi hennar fór hörðum orðum um félagið í gær og segir það fámenna valdaklíku.

Fjallað um hlaup í bók Ómars

Í bók Ómars Ragnarssonar, Kárahnjúkar með og á móti, er fjallað um svokölluð hamfarahlaup á svæðinu en þeim fylgja miklir vatnavextir í Jöklu. Skiptar skoðanir eru á því hvort stíflurnar á svæðinu standist slík áhlaup.

Ráðherra ekki heyrt af óánægju

Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa heyrt af óánægju innan SÁÁ með þann þjónustusamning sem er í gildi við ríkið. Stjórn samtakanna hefur gagnrýnt heilbrigðisyfirvöld fyrir að taka engan þátt í kostnaði við meðferð ungra sprautufíkla.

Vilja öll Norðurlönd í ESB

Leiðtogar norrænna jafnaðarmanna funduðu í Viðey um helgina. Þeir stefna að því að öll ríki Norðurlandanna verði hluti af Evrópusambandinu og að þróaðar verði hugmyndir um sérstakt fiskveiðistjórnarsvæði í Norður-Atlantshafi, ekki síst vegna hagsmuna Íslendinga.

Davíð líklega útskrifaður á morgun

Búist er við að forsætisráðherra verði útskrifaður af sjúkrahúsi á morgun. Hann þarf ekki að undirgangast geisla- eða lyfjameðferð vegna þeirra illkynja æxla sem fjarlægð voru. Líklegast er talið að hann taki sæti í ríkisstjórn á ný.

Stunginn í Hafnarstræti

19 ára piltur var stunginn með hnífi í Hafnarstræti í Reykjavík um klukkan fimm í morgun. Hann var fluttur á slysadeild þar sem gert var að sárum hans. Meiðsli hans voru ekki talin það alvarleg að ástæða þætti til að leggja hann inn.

Opinber heimsókn forsætisráðherra

Opinber heimsókn forsætisráðherra Finnlands, Matti Vanhanen, hingað til lands hefst í dag. Hún hefst með hádegisverði í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu en eftir hádegi verður farið með Vanhanen og eiginkonu hans í skoðunarferð til Nesjavalla og Þingvalla.

Eldur í hlöðu í Hólmatungu

Eldur kom upp í hlöðu í Hólmatungu í Jökulsárhlíð laust fyrir klukkan átta í morgun. Slökkvilið Vopnafjarðar og Egilsstaða voru kvödd á staðinn ásamt björgunarsveitarmönnum. Eldurinn kom upp í ópökkuðum heyrúllum í hlöðunni og gekk afar erfiðlega að slökkva eldinn að sögn Egilsstaðalögreglu.

Gay Pride gangan í dag

Búist er við um 20 þúsund manns í miðbæ Reykjavíkur í dag þegar gleðiganga Hinsegin daga fer niður Laugaveginn. Hinsegin dagar, eða Gay Pride, eru haldnir hátíðlegir víða um heim um þetta leiti árs. Hápunkturinn hér á landi er Gleðigangan niður Laugaveg,

SÁÁ segir ástandið óviðundandi

Heilbrigðisyfirvöld taka engan þátt í kostnaði við meðferð ungra sprautufíkla, sem háðir eru ópíumefnum eins og morfíni og heróíni, og sækja meðferð á göngudeild við Sjúkrahúsið Vog. SÁÁ segir ástandið óviðunandi.

Fiskidagurinn mikli á Dalvík í dag

Fiskidagurinn mikli er haldinn með pompi og pragt á Dalvík í dag. Þetta er í fjórða sinn sem Dalvíkingar halda þennan dag á hafnarsvæðinu. Júlíus Júlíusson er einn af skipuleggjendum hátíðarinnar. Hann segir að allt gangi eins og í fallegu ævintýri, logn og sól sé á Dalvík í dag og allir séu glaðir.

Búist við auknum flóðum

Búist er við að flóðin í Jöklu aukist eftir helgi. Sigurður Arnalds, talsmaður Landsvirkjunar við Kárahnjúkavirkjun segir að ástandið eystra sé þó gott núna miðað við síðustu daga. Hann segir að talsvert hafi sjatnað í ánni. Minna væri í henni í gær en í fyrradag og minna í dag en í gær.

Ekkert að bremsunum

Ekkert var að öryggisbúnaði vörubifreiðarinnar sem fór fram af einbreiðri brú yfir Laxá í Laxárdal fyrr í vikunni. Tæknifræðingar Frumherja hafa rannsakað bifreiðina og að sögn Jóhannesar B. Björgvinssonar, lögregluvarðstjóra í Búðardal, var hemlabúnaður bílsins nýlegur, þrátt fyrir að dregist hefði að fara með bílinn í endurskoðun.

Nýr jarðbor tekinn í notkun

Jarðboranir hafa tekið í notkun nýjan hátæknibor sem er sá stærsti hér á landi. Kaupverðið ásamt fullum búnaði er um 600 milljónir íslenskra króna. Í tilkynningu frá Jarðborunum segir að kaupin á bornum komi til vegna vaxandi verkefna innanlands sem utan og mikilvægi þess að standast fjölþjóðlega samkeppni.

Aldrei jafn margir á Gay-pride

Talið er að um 40.000 þúsund manns séu samankomnir í miðborg Reykjavíkur á hátíðahöldum Hinsegin daga. Fyrr í dag gengu þúsundir manna í skrúðgöngu frá Hlemmi og niður á Lækjartorg þar sem hátíðardagskrá hefur staðið yfir síðan rúmlega fjögur.

Aðsóknarmet á fiskidegi

Aðsóknarmet var sett á Fiskideginum mikla á Dalvík í dag. Um þrjátíu þúsund manns voru á staðnum og framkvæmdastjórinn segir það aldrei hafa staðið tæpara með að eiga mat ofan í alla. Fiskidagurinn á Dalvík var haldinn í fjórða sinn. Fiskverkendur í Dalvíkurbyggð standa að þessum fjölskyldudegi

Bitist um formannssæti Heimdallar

Tveir ætla að bítast um formannsstólinn í Heimdalli, félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Helga Árnadóttir gæti verið annar kvenkynsformaðurinn í sögu félagsins, en Bolli Thoroddsen segir Heimdall klíku örfárra sem breyti reglum eins og hentar

Tryggingamiðstöðin áfrýjar dómi

Tryggingamiðstöðin hefur áfrýjað til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um að félagið skuli greiða út líftryggingu konu, sem lést þegar henni var ýtt fram af svölum á Kanaríeyjum fyrir um tveimur árum.

Spáð enn meira rennsli í Jökulsá

Veðurstofan spáir enn meira rennsli í Jökulsá á Dal eftir helgi. Menn við Kárahnjúka búa sig undir það versta og hafa bætt hraustlega ofan á varnarstífluna. Verulega hefur dregið úr rennsli í ánni síðasta sólarhring.

Hátt í 40 þúsund manns í göngunni

Hátt í fjörtíu þúsund manns tóku þátt í Gleðigöngu Hinsegin daga niður Laugaveg í dag og hefur þátttaka aldrei verið meiri. Mikil samkennd ríkti í göngunni og segja hommar og lesbíur viðhorf samfélagsins gagnvart þeim hafa gjörbreyst á síðastliðnum árum.

Ræddi Evrópumál við Halldór

Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands segist hafa reifað reynslu Finna af aðild sinni að Evrópusambandinu við Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra á hádegisverðarfundi þeirra í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í gær.

Varnargarður stenst vatnavexti

Vinnu við að styrkja og breikka varnargarðinn við Kárahnjúkastíflu sem óttast var á tímabili að léti undan er nú lokið.

Grjót þeyttist við sprengingu

Möl og grjót þeyttust út á þjóðveginn á austanverðu Tjörnesi í nótt þegar sprengisérfræðingar Landhelgisgæslunnar sprengdu í grenndinni tuttugu og fimm kíló af mjög öflugu sprengiefni sem vegfarandi hafði rekist þar á í grennd við þjóðveginn.

Sjá næstu 50 fréttir