Fleiri fréttir

Rás 1 og 2 lágu niðri

Bilun í spennugjafa í útsendingarborði Rásar 2 í morgun varð til þess að útsendingar beggja rása Ríkisútvarpsins lágu niðri í fimmtán mínútur á höfuðborgarsvæðinu. Deildarstjóri hljóðdeildar RÚV telur ekki þörf á frekari aðgreiningu rafkerfisins. Útsendingarrofið hefði verið minna ef rafmagn hefði farið af öllu húsnæðinu.

114 húsbílar í hópferð

Á þriðja hundrað útlendinga á 114 húsbílum eru lagðir upp í þriggja vikna hópferð um landið og er stefnt að því að efna til svona ferða árlega. Fólk og bílar komu með Norrænu til Seyðisfjarðar í gær og í gærkvöldi var safnast saman á knattspyrnuvellinum í Fellabæ þar sem fólkið gisti í bílum sínum.

Niðurstaða skoðunar send lögreglu

Lögreglunni í Búðardal verður í dag send niðurstaða skoðunar sérfræðinga Frumherja á bremsubúnaði vörubílsins sem gjöreyðilagðist þegar hann fór fram af einbreiðri brú yfir Laxá í Laxárdal á þriðjudaginn. Jón Hjalti Ásmundsson, tæknistjóri ökutækjasviðs Frumherja, skoðaði bílinn í gær ásamt skoðunarmanni í Borgarnesi.

Stíflan komin í 488 metra

Bráðabirgðastífla við Kárahnjúka, sem lak meðfram í gær inn á vinnusvæðið í gljúfrinu fyrir neðan, er komin í 488 metra. Stefnt er að því að hún verði komin í 490 metra á næsta sólarhring en verkið er tímafrekt þar sem stíflan er tuttugu og fimm metra breið.

Forsætisráðherra Finna í heimsókn

Forsætisráðherra Finnlands, Matti Vanhanen og frú, koma í opinbera heimsókn til Íslands á morgun. Í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu verður svokallaður vinnuhádegisverður og svo fara þau í skoðunarferð til Nesjavalla og Þingvalla.

Fjármunaeign 57% meiri

Á fimm árum hefur fjármunaeign landsmanna aukist um 57 prósent, eða um tæpan milljarð króna. Hagstofan birti nýjar tölu í morgun um fjármunaeign og ef aðeins er litið til íbúðarhúsnæðis er sú tala í rúmum 1,1 milljarði og hefur hún aukist um tæpa 500 milljarða króna á verðlagi hvers árs.

Vinnutap upp á 10 daga

Áætlað er að vinnutap vegna vatnavaxta í Jöklu við Kárahnjúkavirkjun nemi tíu dögum. Er þá litið til þeirra tafa sem hafa orðið og munu verða á næstunni en nú er unnið hörðum höndum að því að hækka bráðabirgðastífluna sem lak meðfram inn á vinnusvæðið í gær.

Áhafnaskipti við Svalbarða

Ný tuttugu og sex manna áhöfn fór um borð í Samherjatogarann Vilhelm Þorsteinsson við Svalbarða í síðustu viku. Leiguflugvél frá Flugfélagi Íslands flaug með áhöfnina frá Akureyri til Longerbyen á Svalbarða og sparaðist með því átta hundruð mílna sigling til Íslands.

Hafnarfjarðarhöfn lokað

Nú er verið að vinna að því að loka Hafnarfjarðarhöfn en þann 1. júlí síðastliðinn tóku gildi lög um siglingavernd sem stuðla m.a. að því að loka þarf hafnarsvæðum til að koma í veg fyrir að óviðkomandi aðilar eða hlutir komist að skipum. Ennfremur verður haftasvæðum hafna lokað þar sem farmur er geymdur til útflutnings.

Gæsluvarðhaldsúrskurður ógiltur

Hæstiréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Ragnari Sigurjónssyni sem nýverið var framseldur frá Tælandi eftir að hafa farið huldu höfði í fimm ár. Honum er hins vegar gert að sæta farbanni til 23. ágúst næstkomandi.

Hvaða ráðherra kveður?

Staða Jóns Kristjánssonar innan ríkisstjórnarinnar þykir síst sterkari en Sivjar Friðleifsdóttur. Enn mega þau þó bíða þess að Halldór Ásgrímsson deili ákvörðun sinni því ólíklegt er að hún verði tilkynnt þennan mánuðinn. 

Spara tíma og peninga

Áhafnarskipti voru gerð á fjölveiðiskipinu Vilhelmi Þorsteinssyni EA 11 á Svalbarða í síðustu viku. Í tilkynningu frá Samherja hf. sem gerir út skipið, er þetta í fyrsta skipti sem send er leiguflugvél til Longerbyen á Svalbarða í þessum erindagjörðum.

Útsending RÚV

Útsendingar Rásar 1 og Rásar 2 rofnuðu rétt fyrir klukkan níu í gærmorgun vegna rafmagnsbilunar. Gripið var til neyðaráætlunar Útvarpsins og var útsending á samtengdum rásum komin á FM-kerfið utan Reykjavíkur og á langbylgju um allt land fimm mínútum síðar.

Aðbúnaður flóttafólks til skoðunar

Til stendur að taka mál hælisleitenda sem hér bíða úrskurðar Útlendingastofnunar til skoðunar í stjórnkerfi Reykjanesbæjar. Hjörtur Zakaríasson, bæjarritari Reykjanesbæjar og staðgengill bæjarstjóra, gerði ráð fyrir því að funda með Hjördísi Árnadóttur, félagsmálstjóra bæjarins, strax á mánudag.

Forsætisráðherra fær gesti

Halldór Ásgrímsson tekur í fyrsta skipti á móti erlendum gesti í opinberri heimsókn sem forsætisráðherra í dag. Forsætisráðherra Finnlands kemur til landsins í dag ásamt konu sinni og Halldór er starfandi forsætisráðherra vegna veikinda Davíðs Oddssonar

Deila um magn sprengiefnis

Landhelgisgæslan eyddi sprengjuefni við Tjörnes í fyrrinótt, um 25 kílóum að þeirra sögn. Ístak hf. sem var við vegagerð á svæðinu fyrir tveim árum segir að gæslan ofætli magnið og það hafi í mesta lagi verið um tvö kíló </font /></b />

Þriðja óhappið á viku

Bíll í eigu Borgarverks, sama fyrirtækis og á vörubílinn sem fór fram af einbreiðri brú yfir Laxá í Dölunum, varð alelda rétt fyrir utan Stykkishólm í gærkvöld. Þá rann þriðji vörubíllinn í eigu fyrirtækisins út af vegi í Norðurárdal í síðustu viku. 

Uppskera kartaflna yfir meðallagi

Allt stefnir í að kartöfluuppskera verði yfir góðu meðallagi, segir Sigurbjartur Pálsson, kartöflubóndi á Skarði á Landi. Mánuður er liðinn frá því að fyrstu kartöflurnar komu á markað.

Þar sem heiðni og kristni mættust

Við bæinn Hrísbrú í Mosfellsdal fer fram mikill fornleifauppgröftur, en þar hafa fundist mannvistarleifar allt frá upphafi byggðar hér. Vísbendingar í Egilssögu urðu til þess að Jesse Byock, fornleifafræðingur og norrænufræðingur við Kaliforníuháskóla, fann þar eina af elstu kirkjum landsins, frá þjóðveldisöld.

Hættuástand við Kárahnjúka

Hættuástand skapaðist við Kárahnjúkavirkjun í gærkvöld þegar Jökla fann sér leið í gegnum varnarstíflu sem á að verja vinnusvæði ofan í gljúfrinu. Vatnshæðin komst í um fjóra metra á svæði þar sem á annan tug starfsmanna var við vinnu. Forstjóri Landsvirkjunar segir sína menn þó litlar áhyggjur hafa.

Útsendingar RÚV lágu niðri

Útsendingar Ríkisútvarpsins lágu niðri í stundarfjórðung á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Deildarstjóri hljóðdeildar segir neyðaráætlun hafa farið í gang.

Drengur lést í Bláa lóninu

Hörmulegur atburður átti sér stað í Bláa lóninu í dag þegar 14 ára gamall piltur af erlendum uppruna lést. Sjúkrabílar frá Reykjavík og Keflavík voru kallaðir út ásamt lögreglu á þriðja tímanum í dag. Drengurinn var fluttur í skyndi á bráðamóttöku Landsspítala Háskólasjúkrahús við Hringbraut en lífgunartilraunir báru ekki árangur.

Áfrýjar fimm ára fangelsisdómi

;Við höfum tekið ákvörðun um að áfrýja dómnum," segir Guðmundur B. Ólafsson, lögmaður Fanta Sillah 26 ára gamallar barnshafandi konu frá Sierra Leone, sem dæmd var í fimm ára fangelsi þann 23. júlí síðastliðinn. Fanta Sillah var tekin með um 5034 e-töflur á Keflavíkurflugvelli í sumar en töflurnar voru vandlega faldar í bakpoka sem hún bar.

Mest tekið af amfetamíni

46 fíkniefnamál komu upp á Akureyri um verslunarmannahelgina og 43 í Vestmannaeyjum. Á báðum stöðum fundust þrjár tegundir fíkniefna, amfetamín, e-töflur og hass

Lést af höggunum

Ljóst er að Hákon Eydal veitti Sri Rahmawati, fyrrum sambýliskonu sinni og barnsmóður, nokkur högg með kúbeini, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Talið er að Sri hafi verið látin þegar hann kom henni fyrir í þröngri hraunsprungu í Almenningi sunnan við Hafnarfjörð.

Úrskurðaður í farbann

Hæstiréttur felldi úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Ragnari Sigurjónssyni, 62 ára fyrrum skreiðarútflytjanda, en hann kom til landsins á sunnudagskvöld eftir að hafa verið á flótta í Taílandi í fimm ár.

Nefndarlaun upp á yfirborðið

Stjórnarandstaðan er sammála um að það þurfi að breyta lögum til þess að ekki sé hægt að halda því leyndu hvað menn fá borgað fyrir að sitja í nefndum á vegum ríkisins. Raunar telja sumir þingmenn að úrskurðarnefnd upplýsingamála mistúlki lögin.

Banaslys í Bláa lóninu

Fjórtán ára drengur frá Sviss var úrskurðaður látinn við komu á Landspítalann við Hringbraut í gærdag en hann hafði verið með fjölskyldu sinni í Bláa lóninu.

Stal bílum og skemmdi

Stolnum bíl var ekið á ljósastaur á Austurvegi í Grindavík í fyrrinótt. Ökumaður bílsins var farinn af vettvangi þegar lögregla kom á staðinn. Nítján ára piltur sem passaði við lýsingu á ökumanninum var handtekinn í Þórkötlustaðahverfi skömmu síðar.

Á gjörgæslu eftir bílbruna

Maður brenndist mikið eftir að kviknað hafði í bíl hans við Svartsengisfell skammt frá Hitaveitu Suðurnesja í gærmorgun. Hann var fluttur á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut. Að sögn vakthafandi læknis er líðan mannsins eftir atvikum ágæt.

Samar á Íslandi

Menning lifir ekki nema hún fái að þróast segja Samar sem eru hér á landi til að kynna þjóð sína og land. Þeir óttast ekki að þjóðareinkenni glatist á meðan unga fólkið finnur nýjar leiðir til að vinna úr því gamla.

Steinn frá Híroshíma við tjörnina

Geislavirkur friðarsteinn frá Híroshíma var afhjúpaður við tjörnina í Reykjavík síðdegis í dag. Steinninn á að tákna löngun mannsins eftir friði. Áttatíu og átta lönd hafa fengið slíkan stein að gjöf en það var Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem tók við honum fyrir hönd Íslendinga.

Hættan liðin hjá í bili

Ólgumikil Jökulsá skapaði hættuástand á vinnusvæði Kárahnjúkavirkjunar í fyrrakvöld en hafði sig hægari í gærkvöld. Varnargarðurinn hefur verið styrktur verulega og brúin yfir Jökulsá er enn á sínum stað.

Deilt um bremsur flutningabílsins

Flutningabíllinn sem ekið var út af brúnni yfir Laxá í Dölum átti að koma í endurskoðun vegna bilunar í bremsubúnaði. Eigandi bílsins segir að reynt hafi verið að láta skoða bílinn daginn sem slysið varð. Of mikið hafi verið að gera í skoðuninni og flutningabílnum vísað frá. Fullyrðir að bremsur hafi verið í lagi. </font /></b />

16 ára piltar brutust inn á bar

Fyrirhugað partí þriggja sextán ára pilta í Breiðholti, með gnægð vínfanga, endaði með þurri nótt í fangageymslum lögreglunnar. Piltarnir brutust inn í Nikkabar í Breiðholti á fjórða tímanum í nótt, birgðu sig upp af víni og héldu heimleiðis.

Skemmdir á brúnni vegna árinnar

Talsverðar skemmdir urðu á brúnni yfir Jökulsá á Dal við Kárahnjúka í gærkvöldi þegar áin flæddi yfir hana. Möl og grjóti var ekið út á brúargólfið til þess að það flyti ekki upp. Vegna lokunar brúarinnar eru flutningar að vinnusvæðinu tafsamari en ella eftir lengri leið.

Gistinóttum fjölgaði um 11%

Gistinóttum fjölgaði um 11% í júní samkvæmt tölum Hagstofunnar og fjölgaði þeim í öllum landshlutum nema á Austurlandi. Gistinætur í mánuðinum voru tæplega 112 þúsund. Aukningin var mest á Suðurlandi, eða 18%, og á Norðurlandi var hún 14%.

Sleppa líklega um 6000 löxum

Búast má við að laxveiðimenn sleppi aftur um það bil 6.000 löxum sem þeir veiða í sumar ef sleppihlutfallið verður álíka og í fyrra. Þá var tæplega sextán prósentum veiðinnar sleppt aftur eða rösklega 5.300 löxum. Ef hlutfallið verður það sama í ár verður talan hærri því heildarveiðin er talsvert meiri í ár en í fyrra.

Varnarliðið greiðir launahækkanir

Starfsmannahald varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli hefur fengið heimild til að greiða starfsfólki sínu launahækkanir sem voru innifaldar í kjarasamningum frá árinu 2000 samkvæmt heimildum Víkurfrétta. Þar verða greiddar upp hækkanir frá marsmánuði og launaskrið frá nóvember síðastliðnum.

Bílabrennuvargurinn ófundinn

Brennuvargur sem kveikti í fjórum bílum í Vesturbænum í fyrrinótt er enn ófundinn. Finnist hann ekki er hætt við því að einhverjir bílaeigendanna verði fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni.

Hjónin enn í lífshættu

Líðan hjóna á sjötugsaldri sem slösuðust í hörðum árekstri á Suðurlandsvegi á mánudaginn er enn óbreytt. Þau liggja þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítala-háskólasjúkrahúss og eru enn í lífshættu. Þeim er báðum haldið sofandi og í öndunarvél.

Vinna við Kárahnjúka stöðvast

Vinna við undirstöðu Kárahnjúkastíflu hefur legið niðri síðan í gærkvöldi þar sem vatn hefur lekið í gegnum varnargarð og inn á vinnusvæðið. Þar er nú dælt af svæðinu með öflugum dælum en ekki munu hafa orðið skemmdir á þeim mannvirkjum sem þegar eru komin þrátt fyrir að vatnið hafi orðið allt að þriggja metra djúpt í nótt.

Nýnemum án stúdentsprófs fækkar

Rektor Háskólans á Akureyri segir að skólanum hafi verið gert skylt að fækka nýnemum sem fá inngöngu í skólann án stúdentsprófs. Á árunum 2002 og 2003 voru 36% nýnema metnir inn á grundvelli þroska og þekkingar en líklega verður þetta hlutfall undir 20% í haust.

Skjár einn til Bolungarvíkur?

Bolvíkingar ætla að efna til samskota í bænum til að fjármagna uppsetningu á búnaði sem gerir þeim kleift að fylgjast með útsendingum sjónvarpsstöðvarinnar Skjás eins. Forsvarsmenn Skjás eins buðust nýverið til þess að setja upp sendi á Bolungarvík ef heimamenn kostuðu hann til hálfs á móti stöðinni að því er fram kemur á fréttavefnum vikari.is.

2,5 milljarða halli sveitarfélaga

Sveitarfélögin í landinu voru rekin með rúmlega tveggja og hálfs milljarðs króna halla í fyrra eftir 700 milljóna króna hagnað árið áður samkvæmt upplýsingum Sambands íslenskra sveitarfélaga. Handbært fé frá rekstri, eða það fjármagn sem sveitarfélögin hafa til ráðstöfunar í fjárfestingar, lækkar úr 5,7 milljörðum árið 2002 í 4,3 milljarða í fyrra.

Sjá næstu 50 fréttir