Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Vésteinn Örn Pétursson og Jón Þór Stefánsson skrifa 26. ágúst 2025 15:00 Matthías Björn sætir gæsluvarðhaldi og kom því í héraðsdóm í fylgd lögreglumanna. vísir/Anton Brink Ungur maður sem heimsótti foreldra Matthíasar Björns Erlingssonar, sakbornings í Gufunesmálinu, í sömu viku og hann var handtekinn, sagðist aðeins hafa gert það til að vera góður vinur. Það hafi verið hans eigin hugmynd að segja foreldrunum að Matthías þyrfti að skipta um lögfræðing. Foreldrarnir segja hann hins vegar hafa vísað til „þeirra“. Þetta kom fram við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Fimm eru ákærð í Gufunesmálinu. Þeir Stefán Blackburn 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías 19 ára, eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Tvö til viðbótar eru ákærð fyrir hlutdeild í málinu, auk peningaþvættis. Þremenningunum fyrrnefndu er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Rætt við manninn sem kom í heimsókn Foreldrar Matthíasar lýstu því fyrir dómi í morgun að ungur maður hafi heimsótt þau í sömu viku og Matthías var handtekinn og færður í enangrunargæsluvarðhald. Um það má lesa hér: Skýrsla var tekin af manninum sem um ræðir, en hann er tvítugur að aldri. Hann gekkst við því að hafa heimsótt móður Matthíasar og fósturföður föstudaginn 14. mars, en Hjörleifur fannst í Gufunesi að morgni þriðjudagsins 11. mars Maðurinn gaf þær skýringar að hann og Matthías væru vinir, og með heimsókninni hafi hann viljað vera góður vinur. „Ég man ekki alveg hvað ég sagði. Ég man bara að ég var þarna til að vera góður vinur og vildi fara og tala við foreldra hans, ég bara vorkenndi þeim,“ sagði maðurinn, en hann gaf skýrslu í gegnum fjarfundabúnað. Sagðist hafa verið einn að verki Karl Ingi Vilbergsson saksóknari spurði manninn hvort hann kannaðist við að hafa sagt foreldrum Matthíasar að hann þyrfti að skipta um verjanda, maðurinn gekkst við því. „En ég hef verið að segja það við hann út af öðru máli síðan í janúar, febrúar, út af öðru máli sem ég vil helst ekki vera að tala um,“ sagði maðurinn, en hann sagðist vera sakborningur í öðru sakamáli, ótengdu Gufunesmálinu. Kvaðst hann ekki vilja ræða það mál frekar fyrir dómi. Var einhver sem fékk þig til að ræða þessi mál við foreldrana? „Nei, það var ekkert sérstakt. Ég hef verið að tala við hann um að skipta um lögfræðing því þessi er of mikið að tala við fréttirnar,“ sagði maðurinn. Vísaði hann þar til Sævars Þórs Jónssonar, verjanda Matthíasar. Maðurinn hafi vísað til „þeirra“ Í skýrslu sinni sagði móðir Matthíasar að maðurinn hefði vissulega sagt að Matthías þyrfti að skipta um lögfræðing. Hann hafi hins vegar vísað til þess að aðrir hefðu átt hugmyndina að því. „Við þráspurðum hann og hann sagði alltaf bara „þeir“. Hann sagði ekkert meira.“ Þá sagði fósturfaðir Matthíasar að maðurinn, sem hefði kynnt sig sem vin Matthíasar, hefði aldrei komið á heimili fjölskyldunnar áður. Móðir Matthíasar sagði foreldrana aldrei hafa séð manninn áður. „Vinur okkar úti er búinn að græja það“ Áður hefur verið fjallað um að tilraunir hafi verið gerðar til þess að fá Matthías til að skipta um lögfræðing og taka á sig sök í málinu. Lúkas Geir, annar sakborningur, gerði tilraun til þess að senda Matthíasi bréf þess efnis með því að skilja það eftir á útisvæði einangrunarfanga á Hólmsheiði. Í bréfinu sagði Lúkas meðal annars: „Vinur okkar úti er búinn að græja það.“ Lögreglumál Manndráp í Gufunesi Dómsmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Þetta kom fram við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Fimm eru ákærð í Gufunesmálinu. Þeir Stefán Blackburn 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías 19 ára, eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Tvö til viðbótar eru ákærð fyrir hlutdeild í málinu, auk peningaþvættis. Þremenningunum fyrrnefndu er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Rætt við manninn sem kom í heimsókn Foreldrar Matthíasar lýstu því fyrir dómi í morgun að ungur maður hafi heimsótt þau í sömu viku og Matthías var handtekinn og færður í enangrunargæsluvarðhald. Um það má lesa hér: Skýrsla var tekin af manninum sem um ræðir, en hann er tvítugur að aldri. Hann gekkst við því að hafa heimsótt móður Matthíasar og fósturföður föstudaginn 14. mars, en Hjörleifur fannst í Gufunesi að morgni þriðjudagsins 11. mars Maðurinn gaf þær skýringar að hann og Matthías væru vinir, og með heimsókninni hafi hann viljað vera góður vinur. „Ég man ekki alveg hvað ég sagði. Ég man bara að ég var þarna til að vera góður vinur og vildi fara og tala við foreldra hans, ég bara vorkenndi þeim,“ sagði maðurinn, en hann gaf skýrslu í gegnum fjarfundabúnað. Sagðist hafa verið einn að verki Karl Ingi Vilbergsson saksóknari spurði manninn hvort hann kannaðist við að hafa sagt foreldrum Matthíasar að hann þyrfti að skipta um verjanda, maðurinn gekkst við því. „En ég hef verið að segja það við hann út af öðru máli síðan í janúar, febrúar, út af öðru máli sem ég vil helst ekki vera að tala um,“ sagði maðurinn, en hann sagðist vera sakborningur í öðru sakamáli, ótengdu Gufunesmálinu. Kvaðst hann ekki vilja ræða það mál frekar fyrir dómi. Var einhver sem fékk þig til að ræða þessi mál við foreldrana? „Nei, það var ekkert sérstakt. Ég hef verið að tala við hann um að skipta um lögfræðing því þessi er of mikið að tala við fréttirnar,“ sagði maðurinn. Vísaði hann þar til Sævars Þórs Jónssonar, verjanda Matthíasar. Maðurinn hafi vísað til „þeirra“ Í skýrslu sinni sagði móðir Matthíasar að maðurinn hefði vissulega sagt að Matthías þyrfti að skipta um lögfræðing. Hann hafi hins vegar vísað til þess að aðrir hefðu átt hugmyndina að því. „Við þráspurðum hann og hann sagði alltaf bara „þeir“. Hann sagði ekkert meira.“ Þá sagði fósturfaðir Matthíasar að maðurinn, sem hefði kynnt sig sem vin Matthíasar, hefði aldrei komið á heimili fjölskyldunnar áður. Móðir Matthíasar sagði foreldrana aldrei hafa séð manninn áður. „Vinur okkar úti er búinn að græja það“ Áður hefur verið fjallað um að tilraunir hafi verið gerðar til þess að fá Matthías til að skipta um lögfræðing og taka á sig sök í málinu. Lúkas Geir, annar sakborningur, gerði tilraun til þess að senda Matthíasi bréf þess efnis með því að skilja það eftir á útisvæði einangrunarfanga á Hólmsheiði. Í bréfinu sagði Lúkas meðal annars: „Vinur okkar úti er búinn að græja það.“
Lögreglumál Manndráp í Gufunesi Dómsmál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira