Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Vésteinn Örn Pétursson og Jón Þór Stefánsson skrifa 26. ágúst 2025 15:00 Matthías Björn sætir gæsluvarðhaldi og kom því í héraðsdóm í fylgd lögreglumanna. vísir/Anton Brink Ungur maður sem heimsótti foreldra Matthíasar Björns Erlingssonar, sakbornings í Gufunesmálinu, í sömu viku og hann var handtekinn, sagðist aðeins hafa gert það til að vera góður vinur. Það hafi verið hans eigin hugmynd að segja foreldrunum að Matthías þyrfti að skipta um lögfræðing. Foreldrarnir segja hann hins vegar hafa vísað til „þeirra“. Þetta kom fram við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Fimm eru ákærð í Gufunesmálinu. Þeir Stefán Blackburn 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías 19 ára, eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Tvö til viðbótar eru ákærð fyrir hlutdeild í málinu, auk peningaþvættis. Þremenningunum fyrrnefndu er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Rætt við manninn sem kom í heimsókn Foreldrar Matthíasar lýstu því fyrir dómi í morgun að ungur maður hafi heimsótt þau í sömu viku og Matthías var handtekinn og færður í enangrunargæsluvarðhald. Um það má lesa hér: Skýrsla var tekin af manninum sem um ræðir, en hann er tvítugur að aldri. Hann gekkst við því að hafa heimsótt móður Matthíasar og fósturföður föstudaginn 14. mars, en Hjörleifur fannst í Gufunesi að morgni þriðjudagsins 11. mars Maðurinn gaf þær skýringar að hann og Matthías væru vinir, og með heimsókninni hafi hann viljað vera góður vinur. „Ég man ekki alveg hvað ég sagði. Ég man bara að ég var þarna til að vera góður vinur og vildi fara og tala við foreldra hans, ég bara vorkenndi þeim,“ sagði maðurinn, en hann gaf skýrslu í gegnum fjarfundabúnað. Sagðist hafa verið einn að verki Karl Ingi Vilbergsson saksóknari spurði manninn hvort hann kannaðist við að hafa sagt foreldrum Matthíasar að hann þyrfti að skipta um verjanda, maðurinn gekkst við því. „En ég hef verið að segja það við hann út af öðru máli síðan í janúar, febrúar, út af öðru máli sem ég vil helst ekki vera að tala um,“ sagði maðurinn, en hann sagðist vera sakborningur í öðru sakamáli, ótengdu Gufunesmálinu. Kvaðst hann ekki vilja ræða það mál frekar fyrir dómi. Var einhver sem fékk þig til að ræða þessi mál við foreldrana? „Nei, það var ekkert sérstakt. Ég hef verið að tala við hann um að skipta um lögfræðing því þessi er of mikið að tala við fréttirnar,“ sagði maðurinn. Vísaði hann þar til Sævars Þórs Jónssonar, verjanda Matthíasar. Maðurinn hafi vísað til „þeirra“ Í skýrslu sinni sagði móðir Matthíasar að maðurinn hefði vissulega sagt að Matthías þyrfti að skipta um lögfræðing. Hann hafi hins vegar vísað til þess að aðrir hefðu átt hugmyndina að því. „Við þráspurðum hann og hann sagði alltaf bara „þeir“. Hann sagði ekkert meira.“ Þá sagði fósturfaðir Matthíasar að maðurinn, sem hefði kynnt sig sem vin Matthíasar, hefði aldrei komið á heimili fjölskyldunnar áður. Móðir Matthíasar sagði foreldrana aldrei hafa séð manninn áður. „Vinur okkar úti er búinn að græja það“ Áður hefur verið fjallað um að tilraunir hafi verið gerðar til þess að fá Matthías til að skipta um lögfræðing og taka á sig sök í málinu. Lúkas Geir, annar sakborningur, gerði tilraun til þess að senda Matthíasi bréf þess efnis með því að skilja það eftir á útisvæði einangrunarfanga á Hólmsheiði. Í bréfinu sagði Lúkas meðal annars: „Vinur okkar úti er búinn að græja það.“ Lögreglumál Manndráp í Gufunesi Dómsmál Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Þetta kom fram við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Fimm eru ákærð í Gufunesmálinu. Þeir Stefán Blackburn 33 ára, Lúkas Geir Ingvarsson 22 ára og Matthías 19 ára, eru ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán. Tvö til viðbótar eru ákærð fyrir hlutdeild í málinu, auk peningaþvættis. Þremenningunum fyrrnefndu er gefið að sök að hafa numið Hjörleif Hauk Guðmundsson, mann á sjötugsaldri, á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beita hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Rætt við manninn sem kom í heimsókn Foreldrar Matthíasar lýstu því fyrir dómi í morgun að ungur maður hafi heimsótt þau í sömu viku og Matthías var handtekinn og færður í enangrunargæsluvarðhald. Um það má lesa hér: Skýrsla var tekin af manninum sem um ræðir, en hann er tvítugur að aldri. Hann gekkst við því að hafa heimsótt móður Matthíasar og fósturföður föstudaginn 14. mars, en Hjörleifur fannst í Gufunesi að morgni þriðjudagsins 11. mars Maðurinn gaf þær skýringar að hann og Matthías væru vinir, og með heimsókninni hafi hann viljað vera góður vinur. „Ég man ekki alveg hvað ég sagði. Ég man bara að ég var þarna til að vera góður vinur og vildi fara og tala við foreldra hans, ég bara vorkenndi þeim,“ sagði maðurinn, en hann gaf skýrslu í gegnum fjarfundabúnað. Sagðist hafa verið einn að verki Karl Ingi Vilbergsson saksóknari spurði manninn hvort hann kannaðist við að hafa sagt foreldrum Matthíasar að hann þyrfti að skipta um verjanda, maðurinn gekkst við því. „En ég hef verið að segja það við hann út af öðru máli síðan í janúar, febrúar, út af öðru máli sem ég vil helst ekki vera að tala um,“ sagði maðurinn, en hann sagðist vera sakborningur í öðru sakamáli, ótengdu Gufunesmálinu. Kvaðst hann ekki vilja ræða það mál frekar fyrir dómi. Var einhver sem fékk þig til að ræða þessi mál við foreldrana? „Nei, það var ekkert sérstakt. Ég hef verið að tala við hann um að skipta um lögfræðing því þessi er of mikið að tala við fréttirnar,“ sagði maðurinn. Vísaði hann þar til Sævars Þórs Jónssonar, verjanda Matthíasar. Maðurinn hafi vísað til „þeirra“ Í skýrslu sinni sagði móðir Matthíasar að maðurinn hefði vissulega sagt að Matthías þyrfti að skipta um lögfræðing. Hann hafi hins vegar vísað til þess að aðrir hefðu átt hugmyndina að því. „Við þráspurðum hann og hann sagði alltaf bara „þeir“. Hann sagði ekkert meira.“ Þá sagði fósturfaðir Matthíasar að maðurinn, sem hefði kynnt sig sem vin Matthíasar, hefði aldrei komið á heimili fjölskyldunnar áður. Móðir Matthíasar sagði foreldrana aldrei hafa séð manninn áður. „Vinur okkar úti er búinn að græja það“ Áður hefur verið fjallað um að tilraunir hafi verið gerðar til þess að fá Matthías til að skipta um lögfræðing og taka á sig sök í málinu. Lúkas Geir, annar sakborningur, gerði tilraun til þess að senda Matthíasi bréf þess efnis með því að skilja það eftir á útisvæði einangrunarfanga á Hólmsheiði. Í bréfinu sagði Lúkas meðal annars: „Vinur okkar úti er búinn að græja það.“
Lögreglumál Manndráp í Gufunesi Dómsmál Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent