Innlent

Árekstur við Bústaðaveg

Fjórir slösuðust, þar af þrír nokkuð alvarlega, í hörðum árekstri á Bústaðavegi á móts við Veðurstofu Íslands um klukkan sjö í morgun. Fólksbíll sem ekið var í austurátt fór yfir umferðareyju, lenti utan í fólksbifreið sem var á leið í vesturátt og kastaðist því næst á litla rútu sem einnig var á leið vestureftir. Að sögn lögreglu er ökumaður þeirrar bifreiðar sem var á austurleið og virðist vera valdur að árekstrinum grunaður um ölvunarakstur. Sá bíll og rútan eru mikið skemmd ef ekki ónýt. Ökumenn þeirra og tveir farþegar voru fluttir á slysadeild. Ökumaður rútunnar fékk að fara heim að lokinni skoðun en lögregla segir að hinir þrír hafi virst nokkuð alvarlega meiddir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×