Lausn vímuefnavandans samfélagsleg 8. ágúst 2004 00:01 Lausn vímuefnavandans felst ekki í að skapa fleiri vistunarrými fyrir unglinga á stofnunum, heldur þarf að auka þjónustu úti í samfélaginu. Þetta er mat Harvey Milkman, bandarísks prófessors í sálfræði, sem staddur er hér á landi og boðar breyttan hugsunarhátt í vímuvörnum. Dr. Milkman starfar við háskóla í Kólóradó í Bandaríkjunum en í fylkinu er notast við aðferðir hans við að berjast gegn vandamálum tengdum eiturlyfjanotkun unglinga. Þær þykja skila góðum árangri og byggjast í stuttu máli á því að bjóða unglingum upp á eitthvað betra og skemmtilegra en dóp. Milkman segir að með þessu vilji hann virkja sköpunargáfu unglinganna og þá náttúrulegu vímu sem fæst með listum, tónlist, leiklist og kveðskap. Hann segist vilja virkja ungmennin og láta reyna á þau á jákvæðan hátt. Síðan fái þau viðbrögð frá samfélaginu. Hann segir þróunina víðast hvar vera í þá átt að fækka vistunarrýmum en auka þjónustu í samfélaginu, enda skili það betri árangri. Þetta sé samfélagslegt átak. Mörgum ungmennum líði ekki vel og fái ekki viðeigandi meðferð á stofnunum. Hann segir meðferð sína henta betur því þegar þau fari á stofnun finnist þeim þau vera afbrigðileg. Þetta segir Milkman að sé ekki til bóta og því sé betra fyrir marga að fá meðferð úti í samfélaginu. Milkman er vel þekktur meðal þeirra sem starfa að velferð barna á Íslandi og hefur komið hingað meðal annars í boði heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytis. Nú mun hann kynna hugmyndir sínar á fundi Norrænu Ráðherranefndarinnar. Hann segist finna fyrir því að hópur starfsbræðra sinna hér á landi aðhyllist nýja hugmyndafræði, sem er ekki sú sem fær hvað mestan stuðning hér á landi. Hann segir að kynna þurfi gögnin fyrir ríkisstjórninni til að hún geti brugðist við á réttan hátt. Fréttir Innlent Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira
Lausn vímuefnavandans felst ekki í að skapa fleiri vistunarrými fyrir unglinga á stofnunum, heldur þarf að auka þjónustu úti í samfélaginu. Þetta er mat Harvey Milkman, bandarísks prófessors í sálfræði, sem staddur er hér á landi og boðar breyttan hugsunarhátt í vímuvörnum. Dr. Milkman starfar við háskóla í Kólóradó í Bandaríkjunum en í fylkinu er notast við aðferðir hans við að berjast gegn vandamálum tengdum eiturlyfjanotkun unglinga. Þær þykja skila góðum árangri og byggjast í stuttu máli á því að bjóða unglingum upp á eitthvað betra og skemmtilegra en dóp. Milkman segir að með þessu vilji hann virkja sköpunargáfu unglinganna og þá náttúrulegu vímu sem fæst með listum, tónlist, leiklist og kveðskap. Hann segist vilja virkja ungmennin og láta reyna á þau á jákvæðan hátt. Síðan fái þau viðbrögð frá samfélaginu. Hann segir þróunina víðast hvar vera í þá átt að fækka vistunarrýmum en auka þjónustu í samfélaginu, enda skili það betri árangri. Þetta sé samfélagslegt átak. Mörgum ungmennum líði ekki vel og fái ekki viðeigandi meðferð á stofnunum. Hann segir meðferð sína henta betur því þegar þau fari á stofnun finnist þeim þau vera afbrigðileg. Þetta segir Milkman að sé ekki til bóta og því sé betra fyrir marga að fá meðferð úti í samfélaginu. Milkman er vel þekktur meðal þeirra sem starfa að velferð barna á Íslandi og hefur komið hingað meðal annars í boði heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytis. Nú mun hann kynna hugmyndir sínar á fundi Norrænu Ráðherranefndarinnar. Hann segist finna fyrir því að hópur starfsbræðra sinna hér á landi aðhyllist nýja hugmyndafræði, sem er ekki sú sem fær hvað mestan stuðning hér á landi. Hann segir að kynna þurfi gögnin fyrir ríkisstjórninni til að hún geti brugðist við á réttan hátt.
Fréttir Innlent Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira