Innlent

Einn með allar tölur réttar

Einn var með allar tölurnar réttar í Lottó í gær og vann því sexfaldan lottópott eða heilar 39,3 milljónir króna. Sá heppni er með miðann sinn í fastri áskrift. Lottótölurnar voru 2, 20, 29, 32 og 38 og bónustalan var 16. Einn var með fjórar tölur réttar og bónustöluna og fær 1100 þúsund krónur í sinn hlut. Sá miði var seldur í Vestmannaeyjum. Þá fékk einn lottóspilari sem keypti miðann sinn í Skalla sjoppunni í Hraunbæ eina og hálfa milljón í jókernum en jókertölurnar voru 6-2-2-8-1. Númerið í sumarleik lottósins var 591294



Fleiri fréttir

Sjá meira


×