Innlent

Þyrla sækir öklabrotna konu

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til Landmannalauga í gær. Þar hafði þýsk kona misstigið sig og ökklabrotnað. Skálavörður í Landmannalaugum sagði í samtali við fréttastofu að ráðlegast hefði þótt að hringja eftir þyrlu þar sem vegirnir inn í Landmannalaugar væru afar slæmir eftir gríðarlegar rigningar síðustu daga og því nánast tímaeyðsla að hringja eftir sjúkrabíl. Óhappið átti sér stað um klukkan hálf níu í gærkvöldi. Þyrlan var komin austur rétt fyrir 10 og lent með konuna við slysadeild Landspítalans í Fossvogi um klukkan 11. Skálavörður sagði jafnframt í spjalli við fréttastofu að mjög margir ferðamenn væru í Landmannalaugum núna, skálinn væri yfirbókaður og að margt fólk væri blautt og hrakið eftir allt úrfellið síðustu dægrin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×