Fleiri fréttir

Almenningsrými við Miðbakka opnað

Nýtt almenningsrými við Miðbakkann opnaði með hátíðarhöldum í dag. Svæðið hefur á undanförnum árum verið notað undir bílastæði en nú hefur orðið breyting þar á.

Segir leiðbeiningar Vinnumálastofnunar óskýrar og misvísandi

Vinnuveitandi Momo Hayashi, japönsku konunnar sem synjað var um áframhaldandi dvalarleyfi og atvinnuleyfi hér á landi, segir að leiðbeiningar Vinnumálastofnunar hafi verið misvísandi og óskýrt hvaða gögn þyrftu að liggja að baki umsóknar um atvinnuleyfi. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríka leiðbeiningarskyldu hvíla á Vinnumálastofnun.

Ungur drengur brenndist í Aðalvík á Hornströndum

Björgunarskipið Gísli Jóns frá Ísafirði hefur sinnt þremur útköllum síðastliðinn sólarhring. Nú síðast í Aðalvík eftir að tilkynning barst um að ungur drengur hafi brennst. Þá aðstoðuðu björgunarsveitir í Öræfum ferðamann sem hafði slasast og lent í sjálfheldu við Svínafellsjökul í dag.

Mótmæla harðlega brottvísun Momo Hayashi

Stjórn Íslenska viðskiptaráðsins í Japan, sem hefur aðsetur í Tókýó, mótmælir harðlega brottvísun verslunareigandans Momo Hayashi og hvetur íslensk stjórnvöld til þess að veita henni dvalarleyfi.

Gagnrýnisvert að japanska konan fái ekki atvinnuleyfi

Rökin fyrir því að hún fái ekki atvinnuleyfi séu þau að vinnuveitandinn hennar hafi ekki auglýst starfið innan Evrópska efnahagssvæðisins og því mat stofnunarinnar að hægt væri að manna starfið með einstaklingi innan þess svæðis.

Hæg austlæg átt og væta öðru hverju

Í dag mun á landinu ríkja hæg austlæg átt með dálítilli vætu öðru hverju, síðdegis má þó búast við skúradembum á hálendinu. Þá verður hiti á bilinu 12-18 stig í dag. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings.

Hundraðasta blóðgjöf Bjarna

Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðs og áður hjá Siðmennt, gaf blóð í hundraðasta skiptið í gær.

R. Kelly handtekinn vegna mansals

Lögreglumenn frá New York og fulltrúa heimavarnaráðuneytisins eru sagðir hafa tekið söngvarann höndum í nótt.

Íbúar verða settir í forgang komi til skerðingar á raforku

Rafmagnsveitustjóri hjá RARIK segir að íbúar verði settir í forgang ef til orkuskorts kemur, líkt og varað er við í nýrri skýrslu Landsnets. Forstjóri Landsnets segir fáar góðar lausnir til skemmri tíma og óttast að það þurfi að nota olíu. Iðnaðarráðherra segir þörf á að fyrirbyggja mögulega rafmagnsskerðingu.

Mannréttindavaktin fagnar hugrekki Íslands

Sérfræðingur í málefnum Filippseyja hjá Mannréttindavaktinni segir ályktun Íslands aðeins fyrsta skrefið í að draga filippseysk stjórnvöld til ábyrgðar.

Lögreglustjóri Los Angeles vill fella niður gömul brot heimilislausra

Lögreglustjórinn í Los Angeles, Michel Moore, segir vinnu vera hafna við að fella niður viðurlög við gömlum, smávægilegum brotum sem eru á sakaskrá heimilislausra í borginni. Það mun vera liður í ferli sem miðar að því að fækka heimilislausum í Los Angeles.

Sjá næstu 50 fréttir