Innlent

Línubátur í togi til lands eftir að bilun kom upp í stýrisbúnaði

Andri Eysteinsson skrifar
Bátarnir mættust við Aðalvík (rauðmerkt)
Bátarnir mættust við Aðalvík (rauðmerkt) Skjáskot/Google Maps
Bilun kom upp í stýrisbúnaði 15 tonna línubáts norður af Hornströndum rétt um klukkan 19 í kvöld. Áhöfnin átti því erfitt með að stýra bátnum, sem gerður er út frá Bolungarvík, og var því kallað eftir aðstoð björgunarsveita.

Björgunarskipið Gísli Jóns frá Ísafirði hélt út til móts við línubátinn sem sigldi fyrir eigin vélarafli til móts við björgunarskipið.

Bátarnir mættust í Aðalvík um klukkan hálf níu í kvöld og er línubáturinn kominn í tog er nú haldið til Bolungarvíkur. Engin slys urðu á fólki.

Hér má sjá feril línubátsins skv Marine TrafficSkjáskot/MarineTraffic.com



Fleiri fréttir

Sjá meira


×