Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Í fréttum Stöðvar tvö segjum við frá skrautlegum eiganda bandarísks flugrekstrarfyrirtækis sem hefur keypt eignir þrotabús Wow air. Við tölum við lögmann hennar hér á landi.

Þá fjöllum við áfram um mál japanskrar konu sem á að vísa úr landi innan mánaðar. Hún er sögð hafa fengið misvísandi leiðbeiningar frá Vinnumálastofnun og það valdið vandræðum í umsóknum um dvalar- og atvinnuleyfi.

Við segjum líka frá Duterte forseta Filippseyja sem telur að Íslendingar hafi lítinn skilning á baráttunni gegn fíkniefnasölum enda séu engir glæpir á Íslandi og engin lögregla og stærsta vandamálið sé hvað á Íslandi sé mikill ís.

Við vorum á Hellu og töluðum við Íslandsmeistarana í flugi, sem nú reyna að verja titilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×