Innlent

Hæg austlæg átt og væta öðru hverju

Andri Eysteinsson skrifar
Gunnólfsvíkurfjall í Finnafirði
Gunnólfsvíkurfjall í Finnafirði Vísir/Vilhelm
Í dag mun á landinu ríkja hæg austlæg átt með dálítilli vætu öðru hverju, síðdegis má þó búast við skúradembum á hálendinu. Þá verður hiti á bilinu 12-18 stig í dag. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings.

Nú í morgun er alskýjað í höfuðborginni, logn og 11°C hiti. Á Akureyri var lítils háttar rigning og 10°C. Fyrir austan er einnig skýjað og hiti um sama bil, 9°C.

Á morgun ætti vindur að vera suðlægari og víða skúrir, 8-13 m/s við suðausturströndina síðdegis og hiti breytist lítið.

Á sunnudag er útlit fyrir hæga sunnanátt, skýjað veður og rigningu eða súld sunnan- og vestanlands þegar líður á daginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×