Innlent

Hæg austlæg átt og væta öðru hverju

Andri Eysteinsson skrifar
Gunnólfsvíkurfjall í Finnafirði
Gunnólfsvíkurfjall í Finnafirði Vísir/Vilhelm

Í dag mun á landinu ríkja hæg austlæg átt með dálítilli vætu öðru hverju, síðdegis má þó búast við skúradembum á hálendinu. Þá verður hiti á bilinu 12-18 stig í dag. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings.

Nú í morgun er alskýjað í höfuðborginni, logn og 11°C hiti. Á Akureyri var lítils háttar rigning og 10°C. Fyrir austan er einnig skýjað og hiti um sama bil, 9°C.

Á morgun ætti vindur að vera suðlægari og víða skúrir, 8-13 m/s við suðausturströndina síðdegis og hiti breytist lítið.

Á sunnudag er útlit fyrir hæga sunnanátt, skýjað veður og rigningu eða súld sunnan- og vestanlands þegar líður á daginn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.