Erlendum ferðamönnum fækkað um 19,2 prósent eftir gjaldþrot WOW air Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júlí 2019 12:52 Ferðamenn við Jökulsárlón fyrr í sumar en lónið er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins. vísir/Vilhelm 105 þúsund færri erlendir ferðamenn fóru um Leifsstöð á öðrum ársfjórðungi þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Í ár var fjöldinn tæplega 442 þúsund en í fyrra var hann 547 þúsund. Er þetta fækkun um 19,2 prósent á milli ára að því er fram kemur í nýrri hagsjá Landsbankans. Í hagsjánni er fækkunin rakin til brotthvarfs WOW air af flugmarkaði en félagið varð gjaldþrota í lok mars eins og kunnugt er. Á fyrri árshelmingi fækkaði ferðamönnum um 12,4 prósent. „Mesta hlutfallslega fækkunin á öðrum fjórðungi var hjá Írum, en þeim fækkaði um 43% milli ára. Ísraelsbúum fækkaði síðan um 41,7% milli ára en þar á eftir komu Norður-Ameríkuríkin; Kanada og Bandaríkin. Fækkunin hjá Kanadabúum var 33,2% en hún varívið meiri hjá Bandaríkjamönnum eða 34,5%. Fækkun Bandaríkjamanna og Kanadabúa í júní var í góðu samræmi við þá fækkun sem var í apríl og maí en fækkun þessara þjóða hefur verið töluvert meiri en t.d. þjóða Evrópu eftir brotthvarf WOW air. Þennan mismun má skýra með meiri hlutdeild WOW air í flug til og frá Bandaríkjunum en Evrópu,“ segir í hagsjánni. Ferðamönnum nokkurra landa hefur síðan fjölgað á öðrum ársfjórðungi þrátt fyrir almenna fækkun ferðamanna. Mesta fjölgunin er hjá Rússum en ferðamönnum frá Kína fjölgaði einnig. „Bandaríkjamenn skýra langmest af heildarfækkun erlendra ferðamanna á öðrum ársfjórðungi en tæplega 60% af heildarfækkun erlendra ferðamanna má skýra með fækkun Bandaríkjamanna. Sé einungis horft á fækkun erlendra ferðamanna án Bandaríkjamanna nam hún 11,7% á öðrum fjórðungi. Bandaríkjamönnum hefur fjölgað mun meira á síðustu árum en sem nemur fjölgun annarra ferðamanna og hefur það aukið verulega vægi Bandaríkjamanna í heildarfjölda ferðamanna en 3 af hverjum 10 erlendu ferðamönnum sem sóttu landið heim í fyrra komu frá Bandaríkjunum. Hlutfall Bandaríkjamanna af heildarfjölda ferðamanna nam 26,8% á öðrum fjórðungi og þarf að fara aftur til annars fjórðungs 2010 til að finna lægra hlutfall en þá var það einungis ögn lægra eða 26,7%. Árið 2015 var hlutfallið 21,6%,“ segir í hagsjá Landsbankans sem lesa má hér. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira
105 þúsund færri erlendir ferðamenn fóru um Leifsstöð á öðrum ársfjórðungi þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. Í ár var fjöldinn tæplega 442 þúsund en í fyrra var hann 547 þúsund. Er þetta fækkun um 19,2 prósent á milli ára að því er fram kemur í nýrri hagsjá Landsbankans. Í hagsjánni er fækkunin rakin til brotthvarfs WOW air af flugmarkaði en félagið varð gjaldþrota í lok mars eins og kunnugt er. Á fyrri árshelmingi fækkaði ferðamönnum um 12,4 prósent. „Mesta hlutfallslega fækkunin á öðrum fjórðungi var hjá Írum, en þeim fækkaði um 43% milli ára. Ísraelsbúum fækkaði síðan um 41,7% milli ára en þar á eftir komu Norður-Ameríkuríkin; Kanada og Bandaríkin. Fækkunin hjá Kanadabúum var 33,2% en hún varívið meiri hjá Bandaríkjamönnum eða 34,5%. Fækkun Bandaríkjamanna og Kanadabúa í júní var í góðu samræmi við þá fækkun sem var í apríl og maí en fækkun þessara þjóða hefur verið töluvert meiri en t.d. þjóða Evrópu eftir brotthvarf WOW air. Þennan mismun má skýra með meiri hlutdeild WOW air í flug til og frá Bandaríkjunum en Evrópu,“ segir í hagsjánni. Ferðamönnum nokkurra landa hefur síðan fjölgað á öðrum ársfjórðungi þrátt fyrir almenna fækkun ferðamanna. Mesta fjölgunin er hjá Rússum en ferðamönnum frá Kína fjölgaði einnig. „Bandaríkjamenn skýra langmest af heildarfækkun erlendra ferðamanna á öðrum ársfjórðungi en tæplega 60% af heildarfækkun erlendra ferðamanna má skýra með fækkun Bandaríkjamanna. Sé einungis horft á fækkun erlendra ferðamanna án Bandaríkjamanna nam hún 11,7% á öðrum fjórðungi. Bandaríkjamönnum hefur fjölgað mun meira á síðustu árum en sem nemur fjölgun annarra ferðamanna og hefur það aukið verulega vægi Bandaríkjamanna í heildarfjölda ferðamanna en 3 af hverjum 10 erlendu ferðamönnum sem sóttu landið heim í fyrra komu frá Bandaríkjunum. Hlutfall Bandaríkjamanna af heildarfjölda ferðamanna nam 26,8% á öðrum fjórðungi og þarf að fara aftur til annars fjórðungs 2010 til að finna lægra hlutfall en þá var það einungis ögn lægra eða 26,7%. Árið 2015 var hlutfallið 21,6%,“ segir í hagsjá Landsbankans sem lesa má hér.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira