Fleiri fréttir

Þvinga þing til evruumræðu

Finnska þingið mun á næsta ári ræða mögulega útgöngu úr myntsamstarfi Evrópusambandsins og hætta notkun evrunnar. Þó er búist við að niðurstaðan verði sú að Finnland haldi áfram að nota evruna.

Heitir því að uppræta Íslamska ríkið

Frakkar herða árásir sínar á Daesh-samtökin í Sýrlandi og senda flugmóðurskipið Charles de Gaulle á vettvang. Frakklandsforseti heitir því að uppræta hryðjuverk. Bandaríkjaforseti styður Frakka en segir ekki koma til greina að senda bandaríska hermenn til Sýrlands

Sanddæluskipið Perla reis úr sæ

Byrjað var að dæla sjó úr sanddæluskipinu Perlu í gær. Um fimmleytið var stórhluti skipsins kominn úr kafi. Verkinu var nánast lokið á níunda tímanum. Skipið var á kafi í höfninni í nákvæmlega hálfan mánuð.

Segir flugfélagið hafa brugðist

Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir flugfélag sem hann ferðaðist með hafa brugðist þegar hann ferðaðist innan Schengen með Glock-skammbyssu.

Farsímasala eykst stórum

Söluvelta farsíma jókst um 77,5 prósent í október miðað við sama mánuð í fyrra, að því er Rannsóknarsetur verslunarinnar segir. Þá hefur salan síðustu tólf mánuðii verið 30 prósentum meiri en á tólf mánaða tímabili þar á undan.

Á sakaskrá vegna 0,03 gramma af kannabis

Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari veltir vöngum yfir refsingum vegna fíkniefnabrota á málþingi um kannabis. Smávægileg brot eru skráð í sakaskrá í þrjú ár.

Ræða druslustimplun í slúðurblaði skólans

Formaður NFME segir slúðurblað skólans, Pésann, vera barn síns tíma. Nemendur í MH hafa fengið áminningar vegna alvarlegra aðdróttana og eineltis í Fréttapésa skólans. Stúlkur eru ekki síður aðgangsharðar við stúlkur en strákar.

Landsnet lagði Landvernd fyrir dómi

Landvernd þurfti að lúta í lægra haldi fyrir Landsneti hf. í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Kröfur Landverndar sneru að því að viðurkennt yrði að áætlun Landsnets um uppbyggingu flutningskerfis raforku yrði úrskurðuð ólögmæt.

Vilja ekki flóttamenn til Bandaríkjanna

Ríkisstjórar yfir tuttugu ríkja Bandaríkjanna segja að endurskoða þurfi áætlanir um móttöku flóttafólks frá Sýrlandi vegna árásanna í París.

Perla komin á flot

Sanddæluskipið Perla, sem legið hefur á botni Reykjavíkurhafnar í um hálfan mánuð, er komið aftur á flot.

Blaðberar komu saman til að fagna

Blaðberum gafst á laugardaginn tækifæri til þess að fagna saman og skoða aðstæður hjá Póstdreifingu, sem sér meðal annars um dreifingu á Fréttablaðinu.

Fréttir Stöðvar 2 kl.18.30: Nýjustu fréttir frá París

Þorbjörn Þórðarson fréttamaður og Sigurjón Ólason tökumaður, eru staddir í París og flytja nýjustu fréttir af vettvangi hryðjuverkanna um helgina í kvöldfréttum Stöðvar 2 og í öðrum miðlum fréttastofu 365.

Salah Abdeslam ekki handtekinn enn

Fjölmiðlar í Brussel sögðu lögreglu hafa handtekið Salah Abdeslam ísem er grunaður um aðild að árásunum í París.

Telja sig vita hver höfuðpaurinn er

Franskir embættismenn segja árásirnar á föstudaginn tengjast árásartilraunum í lest fyrr á árinu og á kirkju í Frakklandi.

Mínútu þögn í Evrópu í dag

Boðað hefur verið til mínútu þagnar um gervalla Evrópu til minningar um fórnarlömb hryðjuverkanna í París.

Hrútar unnu til þrennra verðlauna um helgina

Kvikmyndin Hrútar eftir Grím Hákonarson heldur áfram að vinna til verðlauna á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum. Myndin vann til tvennra verðlauna í Minsk í Hvíta Rússlandi á föstudagskvöldið og var auk þess valin besta myndin í Þessalóníku í Grikklandi á laugardagskvöldið. Það er elsta og virtasta kvikmyndahátíðin á Balkanskaga.

Sjá næstu 50 fréttir