Innlent

Blaðberar komu saman til að fagna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Börnin gátu leikið sér í fótboltaspili
Börnin gátu leikið sér í fótboltaspili vísir/daníel þór ágústsson
Blaðberum gafst á laugardaginn tækifæri til þess að fagna saman og skoða aðstæður hjá Póstdreifingu, sem sér meðal annars um dreifingu á Fréttablaðinu.

„Við höfum haldið þetta einu sinni á ári til þess að hvetja fólkið okkar og leyfa því að kynnast starfseminni hjá okkur. Þetta eru aðilar sem vinna hver í sínu hverfi og hittast aldrei. Þarna fá þeir tækifæri til að hittast,“ segir Hannes Hannesson, framkvæmdastjóri hjá Póstdreifingu.

Hannes segir að þegar vetrar verði starf blaðberanna erfiðara en ella. Því hvetur hann fólk til þess að hafa ljós kveikt í anddyrum og gæta þess að snjór og hálka torveldi ekki blaðberum starfið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×