Innlent

Blásið í baráttulúðra á Austurvelli

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Hópur fólks kom saman á Austurvelli í kvöld og krafðist þess að hálendinu verði hlíft. Mótmælt var frekari áætlunum um virkjanir, uppistöðulón, raflínur og uppbyggða vegi á hálendi Íslands. Þá var aukinni stóriðju á hálendinu mótmælt.

„Náttúra Íslands er ekki eign tímabundinna handhafa yfirvalds. Gerum miðhálendi íslands að þjóðgarði og stöndum vörð um náttúruarf og menningu okkar. Verndum hálendið fyrir valdhöfum í leit að skyndigróða á kostnað komandi kynslóða. Hlúum að náttúrunni og varðveitum hjarta landsins,” segir á Facebook-síðu mótmælanna.

Ungir umhverfissinnar efndu til viðburðarins í kvöld. Þá hefur Landvernd sett af stað undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að Landsnet falli frá áformum sínum um Sprengisandslínu. Þá vilja þeir að Skipulagsstofnun hafni áætlun þess um umhverfismat línunnar, en stofnunin hefur tillöguna nú til umfjöllunar og hefur óskað eftir athugasemdum við hana fyrir 17.nóvember. Ungir umhverfissinnar hyggjast birta athugasemdir sínar við tillöguna á morgun.

Ómar Ragnarsson hélt erindi á Austurvelli í kvöld, en sjá má stutt myndskeið frá mótmælunum í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Hálendið er hjarta Íslands

Traustið á valdastofnunum og valdsmönnum er í réttu hlutfalli við skynsemina sem ræður gjörðum þeirra: Nú erum við í þeirri fáránlegu stöðu að þurfa að rökræða "hvort" hálendið verði þjóðgarður í staðinn fyrir að rökræða af krafti og sköpun: "Hvernig" þjóðgarður.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.