Alþingi að falla á tíma til að klára stjórnarskrárbreytingar sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 16. nóvember 2015 19:27 Katrín Jakobsdóttir. vísir/daníel Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að Alþingi sé að renna út á tíma til að klára stjórnarskrárbreytingar á yfirstandandi kjörtímabili. Erfiðlega gangi hjá stjórnarskrárnefnd að ljúka sinni vinnu þar sem forystumenn ríkistjórnarinnar hafi ekki boðað til formannafundar vegna málsins. „Hvert er þetta mál eiginlega að fara? Hæstvirtur forsætisráðherra hefur margítrekað að hann vilji sjá stjórnarskrárbreytingar og styðji það ferli mjög eindregið sem nú er í gangi. Ég skil eiginlega ekki hvað tefur nú,“ sagði Katrín á Alþingi í dag. Hún sagði stjórnarskrárnefnd á lokametrunum og að mikilvægt sé að nefndin fái skýrt umboð til að ljúka störfum sínum. Ljúka þurfi þinglegri umfjöllun um málið fyrir áramót svo hægt verði að ná því í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum í júní. „Þá þurfum við að fá mjög skýr svör um það frá hæstvirtum forsætisráðherra í fyrsta lagi hvort nefndin hafi skýrt umboð til að ljúka sinni vinnu á næstu dögum, því að það er nánast ekkert eftir til þess að nefndin geti lokið sinni vinnu, og hvort dagsetning þjóðaratkvæðagreiðslunnar er eitthvað sem forsætisráðherra telur skipta máli í þessum efnum,“ sagði Katrín. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði að það væri ólíkt mat nefndarmanna hvar þessi vinna standi, einhver mál séu enn óleyst samkvæmt kynningu sem hann hafi fengið í dag. Hann sagðist þó vonast til að formenn allra flokka myndu funda um málið á næstu dögum og að þá verði hægt að taka ákvörðun varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu. „Auðvitað tímabært að formenn stjórnmálaflokkanna hittist til að ræða framhald þessa máls því það er ekki gott fyrir nefndina að skila því inn í eitthvert tómarúm, einhverja óvissu. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því hvað tekur við næst,“ sagði Sigmundur Davíð. „Hvað varðar svo dagsetningu fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu þá hlýtur það að vera eitthvað sem menn vilja koma sér saman um líka. Við hljótum að finna út úr því í sameiningu þegar við ræðum á fundi formanna næstu skref í þessari vinnu hvenær heppilegast sé að hafa slíka atkvæðagreiðslu.“ Alþingi Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að Alþingi sé að renna út á tíma til að klára stjórnarskrárbreytingar á yfirstandandi kjörtímabili. Erfiðlega gangi hjá stjórnarskrárnefnd að ljúka sinni vinnu þar sem forystumenn ríkistjórnarinnar hafi ekki boðað til formannafundar vegna málsins. „Hvert er þetta mál eiginlega að fara? Hæstvirtur forsætisráðherra hefur margítrekað að hann vilji sjá stjórnarskrárbreytingar og styðji það ferli mjög eindregið sem nú er í gangi. Ég skil eiginlega ekki hvað tefur nú,“ sagði Katrín á Alþingi í dag. Hún sagði stjórnarskrárnefnd á lokametrunum og að mikilvægt sé að nefndin fái skýrt umboð til að ljúka störfum sínum. Ljúka þurfi þinglegri umfjöllun um málið fyrir áramót svo hægt verði að ná því í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum í júní. „Þá þurfum við að fá mjög skýr svör um það frá hæstvirtum forsætisráðherra í fyrsta lagi hvort nefndin hafi skýrt umboð til að ljúka sinni vinnu á næstu dögum, því að það er nánast ekkert eftir til þess að nefndin geti lokið sinni vinnu, og hvort dagsetning þjóðaratkvæðagreiðslunnar er eitthvað sem forsætisráðherra telur skipta máli í þessum efnum,“ sagði Katrín. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði að það væri ólíkt mat nefndarmanna hvar þessi vinna standi, einhver mál séu enn óleyst samkvæmt kynningu sem hann hafi fengið í dag. Hann sagðist þó vonast til að formenn allra flokka myndu funda um málið á næstu dögum og að þá verði hægt að taka ákvörðun varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu. „Auðvitað tímabært að formenn stjórnmálaflokkanna hittist til að ræða framhald þessa máls því það er ekki gott fyrir nefndina að skila því inn í eitthvert tómarúm, einhverja óvissu. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því hvað tekur við næst,“ sagði Sigmundur Davíð. „Hvað varðar svo dagsetningu fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu þá hlýtur það að vera eitthvað sem menn vilja koma sér saman um líka. Við hljótum að finna út úr því í sameiningu þegar við ræðum á fundi formanna næstu skref í þessari vinnu hvenær heppilegast sé að hafa slíka atkvæðagreiðslu.“
Alþingi Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira