Innlent

Enn í öndunarvél eftir bílslys í Hrútafirði

Birgir Olgeirsson skrifar
Vísir/GVA
Ökumaður er enn í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans eftir bíll sem hann ók fór út af veginum í Hrútafirði, skammt frá Staðarskála, síðastliðið fimmtudagskvöld. Var maðurinn einn í bílnum en óskað var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar sem sótti manninn og lenti með hann við Landspítalann í Fossvogi þar sem hann gekkst undir aðgerð.

Hlaut maðurinn meðal annars alvarleg meiðsli á höfði en ekki er ljóst hvað olli slysinu. Hálka var á vettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×