Sigmundur segir Vísi misskilja orð sín Jakob Bjarnar skrifar 16. nóvember 2015 15:02 Sigmundur Davíð meinti að hinir forsætisráðherrarnir tali um að þeir geti ekki sagt hug sinn, en það á ekki við um hann sjálfan. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var nú rétt í þessu að senda frá sér tilkynningu á Facebook sem snýr að frétt Vísis frá í morgun. Fréttin er í raun rituð útgáfa af þætti útvarpsviðtals sem var við Sigmund Davíð í Bíti Bylgjunnar. Þar greindi Sigmundur Davíð frá því að þegar forsætisráðherrar Evrópu kæmu saman, yfir kvöldverði eða á göngum, þá töluðu þeir á annan veg en opinberlega. Sigmundur Davíð vill meina að hann hafi aldrei sagt að það ætti við um sig heldur þá. Yfirlýsing forsætisráðherra er svohljóðandi: „Líklega er vandfundið betra dæmi um galskapinn sem stundum tekur völdin í þjóðmálaumræðunni: Í viðtali í morgun nefndi ég að stjórnmálamenn létu stundum vera að tjá sig opinberlega um staðreyndir mála af ótta við að snúið yrði út úr eða farið rangt með. Ég tók svo fram að það væri mikilvægt að stjórnmálamenn létu ekki slíkar áhyggjur stöðva sig, þeir mættu ekki vera smeykir við að tjá sig enda sæi almenningur í gegnum rangfærslurnar. Ég nefndi svo dæmi um þetta. Viðtalið varð til þess að Vísir skrifaði frétt með fyrirsögninni „Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum“. Fyrirsögnin fékkst ekki leiðrétt þótt bent væri á að í henni fælist fullkomin andstæða raunveruleikans. Næst er svo talað við Pírata út frá röngu fyrirsögninni og úr því gerð önnur frétt með fyrirsögninni: „Sigmundur sagður eiga erfitt með að verja skoðanir sínar.“ Og svo tengir Sigmundur Davíð við hlekk sem vísar á útvarpsviðtalið, sem finna má í meðfylgjandi frétt umræddri.... Athugsemd blaðamannsRétt er að fram komi að Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs hafði samband við blaðamann og fór fram á að fyrirsögn umræddrar fréttar væri breytt. Ekki var orðið við þeirri ósk á þeim forsendum að ómögulegt sé að skilja orð forsætisráðherra á annan veg en fyrirsögnin kveður á um. Annað kalli á þá merkingu, þann skilning að Sigmundur sé að tala um alla hina forsætisráðherrana en ekki sig -- að hann sjálfur sé í þeirri einstöku stöðu einn meðal forsætisráðherra þjóðanna að segja hug sinn ætíð hreint út.Líklega er vandfundið betra dæmi um galskapinn sem stundum tekur völdin í þjóðmálaumræðunni: Í viðtali í morgun nefndi...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on 16. nóvember 2015 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum Hann segir þetta eiga við um flesta forsætisráðherra á Vesturlöndum. 16. nóvember 2015 10:00 Sigmundur sagður eiga erfitt með að verja skoðanir sínar Helgi Hrafn Gunnarsson segir forsætisráðherra vilja varpa ábyrgð á viðmælandann með því að tala um misskilning. 16. nóvember 2015 13:04 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var nú rétt í þessu að senda frá sér tilkynningu á Facebook sem snýr að frétt Vísis frá í morgun. Fréttin er í raun rituð útgáfa af þætti útvarpsviðtals sem var við Sigmund Davíð í Bíti Bylgjunnar. Þar greindi Sigmundur Davíð frá því að þegar forsætisráðherrar Evrópu kæmu saman, yfir kvöldverði eða á göngum, þá töluðu þeir á annan veg en opinberlega. Sigmundur Davíð vill meina að hann hafi aldrei sagt að það ætti við um sig heldur þá. Yfirlýsing forsætisráðherra er svohljóðandi: „Líklega er vandfundið betra dæmi um galskapinn sem stundum tekur völdin í þjóðmálaumræðunni: Í viðtali í morgun nefndi ég að stjórnmálamenn létu stundum vera að tjá sig opinberlega um staðreyndir mála af ótta við að snúið yrði út úr eða farið rangt með. Ég tók svo fram að það væri mikilvægt að stjórnmálamenn létu ekki slíkar áhyggjur stöðva sig, þeir mættu ekki vera smeykir við að tjá sig enda sæi almenningur í gegnum rangfærslurnar. Ég nefndi svo dæmi um þetta. Viðtalið varð til þess að Vísir skrifaði frétt með fyrirsögninni „Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum“. Fyrirsögnin fékkst ekki leiðrétt þótt bent væri á að í henni fælist fullkomin andstæða raunveruleikans. Næst er svo talað við Pírata út frá röngu fyrirsögninni og úr því gerð önnur frétt með fyrirsögninni: „Sigmundur sagður eiga erfitt með að verja skoðanir sínar.“ Og svo tengir Sigmundur Davíð við hlekk sem vísar á útvarpsviðtalið, sem finna má í meðfylgjandi frétt umræddri.... Athugsemd blaðamannsRétt er að fram komi að Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs hafði samband við blaðamann og fór fram á að fyrirsögn umræddrar fréttar væri breytt. Ekki var orðið við þeirri ósk á þeim forsendum að ómögulegt sé að skilja orð forsætisráðherra á annan veg en fyrirsögnin kveður á um. Annað kalli á þá merkingu, þann skilning að Sigmundur sé að tala um alla hina forsætisráðherrana en ekki sig -- að hann sjálfur sé í þeirri einstöku stöðu einn meðal forsætisráðherra þjóðanna að segja hug sinn ætíð hreint út.Líklega er vandfundið betra dæmi um galskapinn sem stundum tekur völdin í þjóðmálaumræðunni: Í viðtali í morgun nefndi...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on 16. nóvember 2015
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum Hann segir þetta eiga við um flesta forsætisráðherra á Vesturlöndum. 16. nóvember 2015 10:00 Sigmundur sagður eiga erfitt með að verja skoðanir sínar Helgi Hrafn Gunnarsson segir forsætisráðherra vilja varpa ábyrgð á viðmælandann með því að tala um misskilning. 16. nóvember 2015 13:04 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum Hann segir þetta eiga við um flesta forsætisráðherra á Vesturlöndum. 16. nóvember 2015 10:00
Sigmundur sagður eiga erfitt með að verja skoðanir sínar Helgi Hrafn Gunnarsson segir forsætisráðherra vilja varpa ábyrgð á viðmælandann með því að tala um misskilning. 16. nóvember 2015 13:04