Sigmundur segir Vísi misskilja orð sín Jakob Bjarnar skrifar 16. nóvember 2015 15:02 Sigmundur Davíð meinti að hinir forsætisráðherrarnir tali um að þeir geti ekki sagt hug sinn, en það á ekki við um hann sjálfan. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var nú rétt í þessu að senda frá sér tilkynningu á Facebook sem snýr að frétt Vísis frá í morgun. Fréttin er í raun rituð útgáfa af þætti útvarpsviðtals sem var við Sigmund Davíð í Bíti Bylgjunnar. Þar greindi Sigmundur Davíð frá því að þegar forsætisráðherrar Evrópu kæmu saman, yfir kvöldverði eða á göngum, þá töluðu þeir á annan veg en opinberlega. Sigmundur Davíð vill meina að hann hafi aldrei sagt að það ætti við um sig heldur þá. Yfirlýsing forsætisráðherra er svohljóðandi: „Líklega er vandfundið betra dæmi um galskapinn sem stundum tekur völdin í þjóðmálaumræðunni: Í viðtali í morgun nefndi ég að stjórnmálamenn létu stundum vera að tjá sig opinberlega um staðreyndir mála af ótta við að snúið yrði út úr eða farið rangt með. Ég tók svo fram að það væri mikilvægt að stjórnmálamenn létu ekki slíkar áhyggjur stöðva sig, þeir mættu ekki vera smeykir við að tjá sig enda sæi almenningur í gegnum rangfærslurnar. Ég nefndi svo dæmi um þetta. Viðtalið varð til þess að Vísir skrifaði frétt með fyrirsögninni „Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum“. Fyrirsögnin fékkst ekki leiðrétt þótt bent væri á að í henni fælist fullkomin andstæða raunveruleikans. Næst er svo talað við Pírata út frá röngu fyrirsögninni og úr því gerð önnur frétt með fyrirsögninni: „Sigmundur sagður eiga erfitt með að verja skoðanir sínar.“ Og svo tengir Sigmundur Davíð við hlekk sem vísar á útvarpsviðtalið, sem finna má í meðfylgjandi frétt umræddri.... Athugsemd blaðamannsRétt er að fram komi að Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs hafði samband við blaðamann og fór fram á að fyrirsögn umræddrar fréttar væri breytt. Ekki var orðið við þeirri ósk á þeim forsendum að ómögulegt sé að skilja orð forsætisráðherra á annan veg en fyrirsögnin kveður á um. Annað kalli á þá merkingu, þann skilning að Sigmundur sé að tala um alla hina forsætisráðherrana en ekki sig -- að hann sjálfur sé í þeirri einstöku stöðu einn meðal forsætisráðherra þjóðanna að segja hug sinn ætíð hreint út.Líklega er vandfundið betra dæmi um galskapinn sem stundum tekur völdin í þjóðmálaumræðunni: Í viðtali í morgun nefndi...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on 16. nóvember 2015 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum Hann segir þetta eiga við um flesta forsætisráðherra á Vesturlöndum. 16. nóvember 2015 10:00 Sigmundur sagður eiga erfitt með að verja skoðanir sínar Helgi Hrafn Gunnarsson segir forsætisráðherra vilja varpa ábyrgð á viðmælandann með því að tala um misskilning. 16. nóvember 2015 13:04 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var nú rétt í þessu að senda frá sér tilkynningu á Facebook sem snýr að frétt Vísis frá í morgun. Fréttin er í raun rituð útgáfa af þætti útvarpsviðtals sem var við Sigmund Davíð í Bíti Bylgjunnar. Þar greindi Sigmundur Davíð frá því að þegar forsætisráðherrar Evrópu kæmu saman, yfir kvöldverði eða á göngum, þá töluðu þeir á annan veg en opinberlega. Sigmundur Davíð vill meina að hann hafi aldrei sagt að það ætti við um sig heldur þá. Yfirlýsing forsætisráðherra er svohljóðandi: „Líklega er vandfundið betra dæmi um galskapinn sem stundum tekur völdin í þjóðmálaumræðunni: Í viðtali í morgun nefndi ég að stjórnmálamenn létu stundum vera að tjá sig opinberlega um staðreyndir mála af ótta við að snúið yrði út úr eða farið rangt með. Ég tók svo fram að það væri mikilvægt að stjórnmálamenn létu ekki slíkar áhyggjur stöðva sig, þeir mættu ekki vera smeykir við að tjá sig enda sæi almenningur í gegnum rangfærslurnar. Ég nefndi svo dæmi um þetta. Viðtalið varð til þess að Vísir skrifaði frétt með fyrirsögninni „Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum“. Fyrirsögnin fékkst ekki leiðrétt þótt bent væri á að í henni fælist fullkomin andstæða raunveruleikans. Næst er svo talað við Pírata út frá röngu fyrirsögninni og úr því gerð önnur frétt með fyrirsögninni: „Sigmundur sagður eiga erfitt með að verja skoðanir sínar.“ Og svo tengir Sigmundur Davíð við hlekk sem vísar á útvarpsviðtalið, sem finna má í meðfylgjandi frétt umræddri.... Athugsemd blaðamannsRétt er að fram komi að Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs hafði samband við blaðamann og fór fram á að fyrirsögn umræddrar fréttar væri breytt. Ekki var orðið við þeirri ósk á þeim forsendum að ómögulegt sé að skilja orð forsætisráðherra á annan veg en fyrirsögnin kveður á um. Annað kalli á þá merkingu, þann skilning að Sigmundur sé að tala um alla hina forsætisráðherrana en ekki sig -- að hann sjálfur sé í þeirri einstöku stöðu einn meðal forsætisráðherra þjóðanna að segja hug sinn ætíð hreint út.Líklega er vandfundið betra dæmi um galskapinn sem stundum tekur völdin í þjóðmálaumræðunni: Í viðtali í morgun nefndi...Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on 16. nóvember 2015
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum Hann segir þetta eiga við um flesta forsætisráðherra á Vesturlöndum. 16. nóvember 2015 10:00 Sigmundur sagður eiga erfitt með að verja skoðanir sínar Helgi Hrafn Gunnarsson segir forsætisráðherra vilja varpa ábyrgð á viðmælandann með því að tala um misskilning. 16. nóvember 2015 13:04 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum Hann segir þetta eiga við um flesta forsætisráðherra á Vesturlöndum. 16. nóvember 2015 10:00
Sigmundur sagður eiga erfitt með að verja skoðanir sínar Helgi Hrafn Gunnarsson segir forsætisráðherra vilja varpa ábyrgð á viðmælandann með því að tala um misskilning. 16. nóvember 2015 13:04