Innlent

Perla komin hálfa leið upp

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/ernir
Dæling úr sanddæluskipinu Perlu, sem hófst síðdegis í dag, hefur gengið vel að sögn Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra Faxaflóahafna. Skipið er komið hálfa leið upp og eru vonir bundnar við að því verði komið á flot í kvöld.

„Skipið er komið að hálfu leyti upp úr og lítur þokkalega út. Nú er verið að gæta að því að missa ekki stöðugleika skipsins, en það er á leið upp eins og sakir standa. Við vonum að þetta gangi í þessari atrennu,“ segir Gísli og bætir við að ekki sé ljóst hvort skipinu verði komið á þurrt í kvöld.

Hafrannsóknaskip, nokkrir dráttarbátar og stór prammi eru meðal annars notuð til að ná Perlu upp af botni Reykjavíkurhafnar, en skipið hefur legið þar í tæplega hálfan mánuð. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er jafnframt á staðnum meðal annars til að tryggja að flotgirðing umhverfis skipið haldist á sínum stað.

Uppfært kl. 20.15

„Skipið er í rauninni komið upp og þeir eru bara að dæla betur úr því,“ sagði Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri Faxaflóahafna, í samtali við Vísi rétt eftir klukkan átta í kvöld. „Ég á von á því að þessu ljúki bara á næsta klukkutíma eða svo . Annars er skipið orðið nokkuð öruggt.“

Jón segir að klárað verði að dæla úr skipinu og þess gætt að enginn leki sé í því.  Svo verði gengið vel frá bindingum og öðru. Allt verði þetta gert mjög varlega til þess að ekkert komi uppá varðandi stöðugleika skipsins





vísir/ernir
Unnið er að því að tryggja stöðugleika skipsins.vísir/friðrik þór

Tengdar fréttir

Reyna að létta Perlu

Unnið er að því að létta sanddæluskipið Perlu að framan svo hægt verði að hefjast handa við að ná því upp af botni Reykjavíkurhafnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×