Innlent

Segir flugfélagið hafa brugðist

Snorri Magnússon segist hafa starfað fyrir Sameinuðu þjóðirnar þegar hann ferðaðist með skammbyssu í handfarangri.
Snorri Magnússon segist hafa starfað fyrir Sameinuðu þjóðirnar þegar hann ferðaðist með skammbyssu í handfarangri.
Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir flugfélag sem hann ferðaðist með hafa brugðist þegar hann ferðaðist innan Schengen með Glock-skammbyssu. Skammbyssan var með 45 skotum í þremur fullhlöðnum magasínum og ferðaðist Snorri með hana í handfarangri sínum.

Snorri segist hafa verið við störf fyrir Sameinuðu þjóðirnar og verið í fullum rétti.

Hann hafi þannig ekki brotið vopnalög eða öryggisreglur. Hann hafi haft öll tilskilin leyfi og gert hlutaðeigandi grein fyrir því að hann væri með skammbyssu. Viðbrögð flugfélagsins hafi hins vegar ekki verið í samræmi við reglur.

„En það sem ég er að benda á með þessu er þessi staðreynd, að regluverkið er flott og fínt en ef það er ekki til mannskapur eða fjármunir og annað til að fylgja því eftir, þá klikka hlutirnir.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×