14 mánaða fangelsi fyrir margvísleg ofbeldisbrot og hótanir gegn sambýliskonu sinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. nóvember 2015 16:50 Héraðsdómur Reykjavíkur Vísir/Valgarður Sigurður Almar Sigurðsson, fæddur 1984 hefur verið dæmdur í 14 mánaða fangelsi af Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir margvísleg ofbeldisbrot gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni, fyrir að hafa ráðist með ofbeldi á lögreglumann og fyrir að hafa ekið bifreið undir áhrifum vímuefna. Fyrsta brotið var framið 9. desember 2014 þegar hann sló tveimur hnefahöggum að lögreglumanni sem hafði handtekið Sigurð Almar fyrir að hafa keyrt undir áhrifum vímuefna Einnig var Sigurður Almar ákærður fyrir líkamsárás og hótanir, með því því að hafa, á tímabilinu frá föstudeginum 5. júní til föstudagsins 12. júní 2015, veist að fyrrverandi sambýliskonu sinni í sumarbústað í Ölfusborgum og í bifreið með ofbeldi og hótunum. Á tímabilinu sem um ræður hélt hann sambýliskonu sinni ítrekað niður við gólfið þar sem hann sló hana hnefahöggum í andlitið þannig að fyrrverandi sambýliskona hans hlaut ýmsa áverka. Sigurður Almar var einnig sakfelldur fyrir brot á nálgunarbanni gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni. Þann 22. júní sendi hann henni margvísleg skilaboð í gegnum Facebook sem taldist vera brot á nálgunarbanni. Sjá má skilaboðin hér fyrir neðan:„ma eg koma til þin astin min sakna þin svo mikid“„langar ed koma vera godur vid þig astin min“„j eg get alveg verið go‘ur elska þig astin min langar ad koma heim“„ertu herna ma eg koma heim astin minælla vera goður og koma fram vid þig eins og dokkningu viltu koma sækja mig astin min“„alla vera goður og sina þer alldrei vonda hegðun ælla sina þer oriki og gera þig hamingjosama vill koma heim plizz er ad deija eg sakna þin svo mikið astin min“„langar ad koma heim“„hallo svaradu mer“„getrurru komid ælla vera goður vid þigþa þarf eingin ad vita astin min verdur ad koma sjækja miig astin min elska endalaust." Á næstu mánuðum framdi hann svo áþekk brot þar sem hann braut nálgunarbann og veittist að fyrrverandi sambýliskonu sinni þar sem hann sló hana í andlitið, reif í háls hennar og fleira sem til þess var fallið að vekja ótta hjá fyrrverandi sambýliskonu Sigurðar Almars um líf sitt. Einnig var hann ákærður furir umferðarlagabrot með því að hafa ekið bifreið undir áhrifum vímuefna og fyrir vörslu fíkniefna en hann hafði á sér 0.31 gramm af amfetamín í eitt skiptið sem lögreglan hafði afskipti af honum. Sigurður Almar á að baki sér sakaferil frá árinu 2004. Var hann dæmdur í 14 mánaða fangelsi auk þess sem hann var sviptur ökurétti í tvö ár. Var honum gert að greiða sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun verjenda síns.Lesa má dóminn í heild sinni hér. Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira
Sigurður Almar Sigurðsson, fæddur 1984 hefur verið dæmdur í 14 mánaða fangelsi af Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir margvísleg ofbeldisbrot gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni, fyrir að hafa ráðist með ofbeldi á lögreglumann og fyrir að hafa ekið bifreið undir áhrifum vímuefna. Fyrsta brotið var framið 9. desember 2014 þegar hann sló tveimur hnefahöggum að lögreglumanni sem hafði handtekið Sigurð Almar fyrir að hafa keyrt undir áhrifum vímuefna Einnig var Sigurður Almar ákærður fyrir líkamsárás og hótanir, með því því að hafa, á tímabilinu frá föstudeginum 5. júní til föstudagsins 12. júní 2015, veist að fyrrverandi sambýliskonu sinni í sumarbústað í Ölfusborgum og í bifreið með ofbeldi og hótunum. Á tímabilinu sem um ræður hélt hann sambýliskonu sinni ítrekað niður við gólfið þar sem hann sló hana hnefahöggum í andlitið þannig að fyrrverandi sambýliskona hans hlaut ýmsa áverka. Sigurður Almar var einnig sakfelldur fyrir brot á nálgunarbanni gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni. Þann 22. júní sendi hann henni margvísleg skilaboð í gegnum Facebook sem taldist vera brot á nálgunarbanni. Sjá má skilaboðin hér fyrir neðan:„ma eg koma til þin astin min sakna þin svo mikid“„langar ed koma vera godur vid þig astin min“„j eg get alveg verið go‘ur elska þig astin min langar ad koma heim“„ertu herna ma eg koma heim astin minælla vera goður og koma fram vid þig eins og dokkningu viltu koma sækja mig astin min“„alla vera goður og sina þer alldrei vonda hegðun ælla sina þer oriki og gera þig hamingjosama vill koma heim plizz er ad deija eg sakna þin svo mikið astin min“„langar ad koma heim“„hallo svaradu mer“„getrurru komid ælla vera goður vid þigþa þarf eingin ad vita astin min verdur ad koma sjækja miig astin min elska endalaust." Á næstu mánuðum framdi hann svo áþekk brot þar sem hann braut nálgunarbann og veittist að fyrrverandi sambýliskonu sinni þar sem hann sló hana í andlitið, reif í háls hennar og fleira sem til þess var fallið að vekja ótta hjá fyrrverandi sambýliskonu Sigurðar Almars um líf sitt. Einnig var hann ákærður furir umferðarlagabrot með því að hafa ekið bifreið undir áhrifum vímuefna og fyrir vörslu fíkniefna en hann hafði á sér 0.31 gramm af amfetamín í eitt skiptið sem lögreglan hafði afskipti af honum. Sigurður Almar á að baki sér sakaferil frá árinu 2004. Var hann dæmdur í 14 mánaða fangelsi auk þess sem hann var sviptur ökurétti í tvö ár. Var honum gert að greiða sakarkostnað, þar með talin málsvarnarlaun verjenda síns.Lesa má dóminn í heild sinni hér.
Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira