Innlent

Fólk hvatt til að segja frá sínum eftirlætis veðurorðum

Birgir Olgeirsson skrifar
Fólk er hvatt til að segja frá sínum eftirlætis veðurorðum á Facebook og Twitter og merkja færslurnar með myllumerkinu ‪#‎islenskvedurord‬.
Fólk er hvatt til að segja frá sínum eftirlætis veðurorðum á Facebook og Twitter og merkja færslurnar með myllumerkinu ‪#‎islenskvedurord‬. vísir/vilhelm
Í tilefni af degi íslenskrar tungu verður vakin athygli á nokkrum af þeim fjölmörgu og fjölbreytilegu orðum sem Íslendingar nota um veður og veðurfar.

Dagana 9.–16. nóvember verður vakin athygli á nokkrum þeirra á Facebook - og Twitter -síðum dags íslenskrar tungu. Þrjú veðurorð með skýringum verða birt daglega. Sum orðin eru lítið notuð en önnur algengari. Merkingarskýringar eru fengnar úr Íslenskri orðabók.

Fólk er hvatt til að segja frá sínum eftirlætis veðurorðum á Facebook og Twitter og merkja færslurnar með myllumerkinu ‪#‎islenskvedurord‬.

fjúk ‘snjókoma; skafrenningur; lítil snjódrífa með hægum vindi’hroði ‘vonskuveður, illviðri’norðanflæsa ‘norðanvindur sem þurrkar dálítið’Hvert er þitt eftirlætisveðurorð? #islenskvedurord

Posted by Dagur íslenskrar tungu on Monday, November 16, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×