Sigmundur sagður eiga erfitt með að verja skoðanir sínar Jakob Bjarnar skrifar 16. nóvember 2015 13:04 Ef allir misskilja alltaf það sem maður segir verður maður að reyna að finna út úr því hvernig maður tjái sig þannig að fólk misskilji síður, segir Helgi Hrafn. „Það eru náttúrlega ekki fréttir að það sé illa komið fyrir lýðræðinu. Fólk hlýtur einhvern tíma að hætta að hneykslast á því,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson kapteinn Pírata. Vísir spurði hann hvort ekki væri illa komið fyrir lýðræðinu nú þegar fyrir liggur að forsætisráðherrar tala ekki hug sinn af ótta við að orð þeirra verði rangtúlkuð eða snúið út úr fyrir þeim af fjölmiðlum. Þetta kemur fram í viðtali við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra Íslands.Skylda stjórnmálamanna að tala skýrtHelgi Hrafn vill setja fyrirvara á orð sín: „Manneskjur eru ekki einhliða portrett-myndir heldur kristallar; við komum öðruvísi fram við vini okkar heldur en foreldra, öðruvísi við kollega heldur en viðskiptavini og öðruvísi í einrúmi heldur en á almannafæri. Það er eðlilegt og í því felst enginn óheiðarleiki í sjálfu sér.“ Að því sögðu, segir Helgi Hrafn það hluta af starfi stjórnmálamanns að koma hlutum frá sér þannig að líkur á misskilningi séu sem minnstar. „Oft flóknum málum sem maður hefur lítinn sem engan tíma til að útskýra. Ekki einungis forsætisráðherra þarf að díla við það heldur allir sem þurfa að samskipta með sömu orðunum við stóra hópa fólks með ólíkar skoðanir og nálganir á viðfangsefnið.“Í vandræðum með að verja skoðanir sínarOg Helgi Hrafn heldur áfram: „En ég upplifi kvörtun Sigmundar meira á þann hátt að hann varpi sinni ábyrgð á viðmælandann, það er þeirri að geta rökstutt og varið sín sjónarmið. Það er heldur algengt að þegar fólk lendir í vandræðum með að verja sínar skoðanir þá varpi það ábyrgðinni á tjáningunni yfir til viðmælandans. Ef allir misskilja alltaf það sem maður segir verður maður að reyna að finna út úr því hvernig maður tjái sig þannig að fólk misskilji síður,“ segir Helgi Hrafn: „Annað sem menn verða að velta fyrir sér er hvort að það sé yfirhöfuð einhver misskilningur sem valdi viðbrögðunum, en ekki þvert á móti einmitt dýpri skilningur á lógískum afleiðingum þess sem viðmælandinn sagði.“ Tengdar fréttir Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum Hann segir þetta eiga við um flesta forsætisráðherra á Vesturlöndum. 16. nóvember 2015 10:00 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
„Það eru náttúrlega ekki fréttir að það sé illa komið fyrir lýðræðinu. Fólk hlýtur einhvern tíma að hætta að hneykslast á því,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson kapteinn Pírata. Vísir spurði hann hvort ekki væri illa komið fyrir lýðræðinu nú þegar fyrir liggur að forsætisráðherrar tala ekki hug sinn af ótta við að orð þeirra verði rangtúlkuð eða snúið út úr fyrir þeim af fjölmiðlum. Þetta kemur fram í viðtali við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra Íslands.Skylda stjórnmálamanna að tala skýrtHelgi Hrafn vill setja fyrirvara á orð sín: „Manneskjur eru ekki einhliða portrett-myndir heldur kristallar; við komum öðruvísi fram við vini okkar heldur en foreldra, öðruvísi við kollega heldur en viðskiptavini og öðruvísi í einrúmi heldur en á almannafæri. Það er eðlilegt og í því felst enginn óheiðarleiki í sjálfu sér.“ Að því sögðu, segir Helgi Hrafn það hluta af starfi stjórnmálamanns að koma hlutum frá sér þannig að líkur á misskilningi séu sem minnstar. „Oft flóknum málum sem maður hefur lítinn sem engan tíma til að útskýra. Ekki einungis forsætisráðherra þarf að díla við það heldur allir sem þurfa að samskipta með sömu orðunum við stóra hópa fólks með ólíkar skoðanir og nálganir á viðfangsefnið.“Í vandræðum með að verja skoðanir sínarOg Helgi Hrafn heldur áfram: „En ég upplifi kvörtun Sigmundar meira á þann hátt að hann varpi sinni ábyrgð á viðmælandann, það er þeirri að geta rökstutt og varið sín sjónarmið. Það er heldur algengt að þegar fólk lendir í vandræðum með að verja sínar skoðanir þá varpi það ábyrgðinni á tjáningunni yfir til viðmælandans. Ef allir misskilja alltaf það sem maður segir verður maður að reyna að finna út úr því hvernig maður tjái sig þannig að fólk misskilji síður,“ segir Helgi Hrafn: „Annað sem menn verða að velta fyrir sér er hvort að það sé yfirhöfuð einhver misskilningur sem valdi viðbrögðunum, en ekki þvert á móti einmitt dýpri skilningur á lógískum afleiðingum þess sem viðmælandinn sagði.“
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum Hann segir þetta eiga við um flesta forsætisráðherra á Vesturlöndum. 16. nóvember 2015 10:00 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Sigmundur Davíð getur ekki sagt hug sinn af ótta við að snúið verði út úr fyrir honum Hann segir þetta eiga við um flesta forsætisráðherra á Vesturlöndum. 16. nóvember 2015 10:00