Innlent

Farsímasala eykst stórum

Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar
Landinn virðist hafa hug á að endurnýja hjá sér snjallsíma fyrir jól.
Landinn virðist hafa hug á að endurnýja hjá sér snjallsíma fyrir jól. Vísir/Ernir
Söluvelta farsíma jókst um 77,5 prósent í október miðað við sama mánuð í fyrra, að því er Rannsóknarsetur verslunarinnar segir. Þá hefur salan síðustu tólf mánuðii verið 30 prósentum meiri en á tólf mánaða tímabili þar á undan.

Sala húsgagna jókst um meira en þriðjung í október í samanburði við október í fyrra. Þar af jókst velta sérverslana með rúm um 74 prósent. Þá varð líka aukning í sölu raftækja.

Almennt eykst sala á sérvöru. Skýrt dæmi um það er aukning í sölu raftækja. Í október var meira en þriðjungsaukning í sölu minni raftækja á borð við hljómflutningstæki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×