Ræða druslustimplun í slúðurblaði skólans Snærós Sindradóttir skrifar 17. nóvember 2015 06:00 Skólameistari ME og rektor MH segja pésa sem verið hafa til vandræða hafa skánað með árunum. Vísir/Stefán „Mér finnst þetta algjörlega vera barn síns tíma og ég, sem formaður, vil leggja þetta niður,“ segir Rebekka Karlsdóttir, formaður Nemendafélags Menntaskólans á Egilsstöðum. Í dag verður haldið málþing á vegum nemendafélagsins um Pésann, slúðurblað skólans. Í umfjöllun Fréttablaðsins um helgina um druslustimplun var viðtal við Álfheiði Mörtu Kjartansdóttur, 22 ára konu sem var tekin fyrir í Fréttapésa, slúðurriti Menntaskólans við Hamrahlíð, og stimpluð drusla. Sögusagnir fóru af stað og hún náði ekki að hrista þær af sér alla framhaldsskólagönguna. Hún glímir enn við sálrænar afleiðingar eineltisins, svo sem kvíða og óþarfa varkárni í samskiptum og hegðun. Rebekka segir að þótt Pési ME-inga hafi skánað með árunum sé enn verið að lista upp hvaða nemendur kysstust eða hverjir séu að slá sér upp. „Mér finnst enginn hafa rétt til þess að skrásetja þetta. Það fer mikill tími og vinna í að gefa út eitthvað svona ómerkilegt sem fer svo út um allan fjórðunginn.“ Hún segir að eldri nemendur, sem eitt sinn sáu ekkert athugavert við Pésann, muni tala á málþinginu því til stuðnings að Pésinn verði lagður niður í núverandi mynd. „Með þessu málþingi viljum við fyrst og fremst fá að heyra ólíkar skoðanir því ég vil ekki vera formaðurinn sem er bara einhver einræðisherra. Svo reikna ég með því að þetta verði tekið upp hjá stjórn nemendafélagsins og í framhaldinu tekin ákvörðun,“ segir Rebekka. Helgi Ómar Bragason, skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum, segir Pésann hafa verið vandræðapésa um árabil. Öfugt við ritnefndir Fréttapésans í MH séu ritnefndir Pésans oftast skipaðar stúlkum. Þær séu þó ekkert vægari við kynsystur sínar en strákarnir. Lárus H. Bjarnason, rektor MH, hefur tilfinningu fyrir því að Fréttapésinn sé vægari nú en áður. Hann man vel eftir atvikinu sem lýst er í helgarumfjöllun Fréttablaðsins. „Þetta getur gerst vegna þess að það er auðvitað ritfrelsi í landinu en við höfum bent nemendum á ábyrgð þeirra á útgefnu efni.“ Hann segir að nemendurnir sem hafi skrifað umræddan Fréttapésa hafi fengið stranga áminningu. Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
„Mér finnst þetta algjörlega vera barn síns tíma og ég, sem formaður, vil leggja þetta niður,“ segir Rebekka Karlsdóttir, formaður Nemendafélags Menntaskólans á Egilsstöðum. Í dag verður haldið málþing á vegum nemendafélagsins um Pésann, slúðurblað skólans. Í umfjöllun Fréttablaðsins um helgina um druslustimplun var viðtal við Álfheiði Mörtu Kjartansdóttur, 22 ára konu sem var tekin fyrir í Fréttapésa, slúðurriti Menntaskólans við Hamrahlíð, og stimpluð drusla. Sögusagnir fóru af stað og hún náði ekki að hrista þær af sér alla framhaldsskólagönguna. Hún glímir enn við sálrænar afleiðingar eineltisins, svo sem kvíða og óþarfa varkárni í samskiptum og hegðun. Rebekka segir að þótt Pési ME-inga hafi skánað með árunum sé enn verið að lista upp hvaða nemendur kysstust eða hverjir séu að slá sér upp. „Mér finnst enginn hafa rétt til þess að skrásetja þetta. Það fer mikill tími og vinna í að gefa út eitthvað svona ómerkilegt sem fer svo út um allan fjórðunginn.“ Hún segir að eldri nemendur, sem eitt sinn sáu ekkert athugavert við Pésann, muni tala á málþinginu því til stuðnings að Pésinn verði lagður niður í núverandi mynd. „Með þessu málþingi viljum við fyrst og fremst fá að heyra ólíkar skoðanir því ég vil ekki vera formaðurinn sem er bara einhver einræðisherra. Svo reikna ég með því að þetta verði tekið upp hjá stjórn nemendafélagsins og í framhaldinu tekin ákvörðun,“ segir Rebekka. Helgi Ómar Bragason, skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum, segir Pésann hafa verið vandræðapésa um árabil. Öfugt við ritnefndir Fréttapésans í MH séu ritnefndir Pésans oftast skipaðar stúlkum. Þær séu þó ekkert vægari við kynsystur sínar en strákarnir. Lárus H. Bjarnason, rektor MH, hefur tilfinningu fyrir því að Fréttapésinn sé vægari nú en áður. Hann man vel eftir atvikinu sem lýst er í helgarumfjöllun Fréttablaðsins. „Þetta getur gerst vegna þess að það er auðvitað ritfrelsi í landinu en við höfum bent nemendum á ábyrgð þeirra á útgefnu efni.“ Hann segir að nemendurnir sem hafi skrifað umræddan Fréttapésa hafi fengið stranga áminningu.
Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira