Smygluðu 300 áfengisflöskum, 2000 neftóbaksdósum og 1500 sígarettupökkum Birgir Olgeirsson skrifar 16. nóvember 2015 10:24 Drekkhlaðinn Pajero-jeppi vakti grunsemdir hjá lögreglu. Vísir/Pjetur Tveir karlmenn hafa játað smygl á 300 áfengisflöskum, 2000 neftóbaksdósum og 1500 sígarettupökkum. Lögreglan á Suðurlandi greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni í dag þar sem hún fer yfir verkefni síðastliðinnar viku. Lögreglan stöðvaði för mannanna síðdegis síðastliðinn þriðjudag við Víki í Mýrdal. Voru þeir á Pajero-jeppa en það vakti athygli lögreglumannanna hve mikill varningur var í jeppanum sem var á suðurleið. Við nánari skoðun kom í ljós að um var að ræða talsvert magn af áfengi og tóbaki og segir lögreglan að strax hafi vaknað sá grunur að um smyglvarning væri að ræða. Tveir menn sem voru í jeppanum voru handteknir og færðir til yfirheyrslu. Í framhaldi var einn handtekinn á höfuðborgarsvæðinu sem talinn var að tengjast málinu. Við yfirheyrslur viðurkenndu tveir mannanna að hafa smyglað áfenginu og tóbakinu í land á Reyðarfirði. Lögreglan lagði hald á um 300 áfengisflöskur, um 2000 neftóbaksdósir og um 1500 sígarrettupakka. Segir lögreglan að verið sé að ganga frá málinu til afgreiðslu til ákærusviðs lögreglustjórans á Suðurlandi. Flatskjá var stolið úr sumarbústað við Suðurheiðarveg í Grímsnesi á tímabiliinu frá 16. október til 13. nóvember síðastliðinn. Eigendur bústaðarins höfðu ekki komið í húsið í tæpan mánuð. Málið er óupplýst. Tvö fíkniefnamál komu upp í síðustu viku. Ökumaður sem var stöðvaður á Eyrarbakkavegi hafði í fórum sínum fjórar jónur og eina kúlu af hvítu dufti. Auk þess var hann grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna við aksturinn. Í Þorlákshöfn voru höfð afskipti af konu vegna gruns um að hún hefði í vörslum sínum fíkniefni. Við leit fundust hjá henni um 3 grömm af kannabis ásamt neyslutólum. Lögreglan á Suðurlandi segist hafa verið undir miklu álagi undanfarna daga vegna fjölda umferðaróhappa í kjölfar mikillrar hálku á vegum einkum í uppsveitum Árnes- og Rangárvallasýslu. Skráð voru 20 óhöpp og slys en engin þó alvarleg. Segir lögreglan að í flestum tilvikum þurfi að kalla til lögreglu og sjúkralið og stundum um langan veg að fara. Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Tveir karlmenn hafa játað smygl á 300 áfengisflöskum, 2000 neftóbaksdósum og 1500 sígarettupökkum. Lögreglan á Suðurlandi greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni í dag þar sem hún fer yfir verkefni síðastliðinnar viku. Lögreglan stöðvaði för mannanna síðdegis síðastliðinn þriðjudag við Víki í Mýrdal. Voru þeir á Pajero-jeppa en það vakti athygli lögreglumannanna hve mikill varningur var í jeppanum sem var á suðurleið. Við nánari skoðun kom í ljós að um var að ræða talsvert magn af áfengi og tóbaki og segir lögreglan að strax hafi vaknað sá grunur að um smyglvarning væri að ræða. Tveir menn sem voru í jeppanum voru handteknir og færðir til yfirheyrslu. Í framhaldi var einn handtekinn á höfuðborgarsvæðinu sem talinn var að tengjast málinu. Við yfirheyrslur viðurkenndu tveir mannanna að hafa smyglað áfenginu og tóbakinu í land á Reyðarfirði. Lögreglan lagði hald á um 300 áfengisflöskur, um 2000 neftóbaksdósir og um 1500 sígarrettupakka. Segir lögreglan að verið sé að ganga frá málinu til afgreiðslu til ákærusviðs lögreglustjórans á Suðurlandi. Flatskjá var stolið úr sumarbústað við Suðurheiðarveg í Grímsnesi á tímabiliinu frá 16. október til 13. nóvember síðastliðinn. Eigendur bústaðarins höfðu ekki komið í húsið í tæpan mánuð. Málið er óupplýst. Tvö fíkniefnamál komu upp í síðustu viku. Ökumaður sem var stöðvaður á Eyrarbakkavegi hafði í fórum sínum fjórar jónur og eina kúlu af hvítu dufti. Auk þess var hann grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna við aksturinn. Í Þorlákshöfn voru höfð afskipti af konu vegna gruns um að hún hefði í vörslum sínum fíkniefni. Við leit fundust hjá henni um 3 grömm af kannabis ásamt neyslutólum. Lögreglan á Suðurlandi segist hafa verið undir miklu álagi undanfarna daga vegna fjölda umferðaróhappa í kjölfar mikillrar hálku á vegum einkum í uppsveitum Árnes- og Rangárvallasýslu. Skráð voru 20 óhöpp og slys en engin þó alvarleg. Segir lögreglan að í flestum tilvikum þurfi að kalla til lögreglu og sjúkralið og stundum um langan veg að fara.
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira