Innlent

Fréttir Stöðvar 2 kl.18.30: Nýjustu fréttir frá París

Þorbjörn Þórðarson fréttamaður er staddur í París og heimsótti meðal annars Lýðveldistorgið þar sem Parísarbúar hafa minnst fórnarlamba hryðjuverkaárásanna um helgina.
Þorbjörn Þórðarson fréttamaður er staddur í París og heimsótti meðal annars Lýðveldistorgið þar sem Parísarbúar hafa minnst fórnarlamba hryðjuverkaárásanna um helgina.
Fjöldi fólks safnaðist saman á Lýðveldistorginu í París í gærkvöldi, til að minnast fórnarlamba hryðjuverkaárásanna um helgina. Þar voru staddir Þorbjörn Þórðarson fréttamaður og Sigurjón Ólason tökumaður Stöðvar tvö, og munu þeir segja nýjustu fréttir af vettvangi í fréttum Stöðvar 2, kl.18.30 í kvöld.

Þeir ræða einnig við Íslendinga búsetta í París og heimsækja Bataclan tónleikahúsið, þar sem flestir létu lífið í árásunum um helgina.

Fréttir Stöðvar 2 verða í opinni dagskrá, eins og alltaf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×