Fleiri fréttir

Sjálfstæðismenn á Akureyri halda prófkjör

Fulltrúaráð Sjálfstæðismanna á Akureyri samþykkti í gærkvöldi að prófkjör verði haldið við val á framboðslista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Einnig var samþykkt a prófkjörið skyldi haldið áttunda febrúar og að að kosið verði um sex efstu sætin. Þá var kosið í kjörnefnd, sem skipuð er níu fulltrúum.

Vonir um að samkomulag náist við Íran

John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna er nú á leið til Genfar í Sviss til þess að taka þátt í viðræðum um kjarnorkuáætlun Írana. Kerry er nú á ferð um Miðausturlönd en breytti ferðaáætlununum sínum snarlega þegar yfirmaður utanríkismála hjá Evrópusambandinu, Catherine Ashton, bauð honum á fundinn.

Hafna tillögu um nýja löggæslunefnd

"Það er óþarfi að stofna til sérstakrar nefndar um samráð sem þegar er í mjög góðum farvegi,“ bókuðu borgarráðsfulltrúar meirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar, er þeir felldu í gær tillögu sjálfstæðismanna um aukið samstarf lögreglu og borgarinnar um löggæslumálefni.

Laun hækka á Reykjanesinu

Laun styrkjast og atvinnulausum fækkar á Reykjanesinu. Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar þakkar aukinni ferðaþjónustu á svæðinu.

Heldur ræður fyrir kóngafólk og forstjóra

Magnús Scheving er eftirsóttur fyrirlesari og heldur hvatningarræður um allan heim, stundum með heimsþekktu fólki á borð við Felix Baumgartner ofurhuga. Magnús segist ekki anna eftirspurn. Næst á dagskrá er heilsuefling í Washington DC.

Of þungri vél brotlent við sumarhús

Flugvél sem hrapaði í flugi yfir sumarhúsabyggð var ofhlaðin og í of lítilli hæð til að ná krappri beygju sem flugmaðurinn reyndi að taka. Annar flugmaður, sem var farþegi í vélinni og slasaðist illa, var ósáttur við aðfarir hins en sagði þó ekkert.

Borgi hærri gjöld af íbúð fyrir gistingu

Yfirfasteignamatsnefnd hefur úrskurðað að eigandi íbúðar á Vatnsstíg eigi að borga fasteignagjðld sem hún sé atvinnuhúsnæði en ekki íbúarhúsnæði.

Kaupþing braut lög með fjármögnun

Stieg Persson, sem var einn af stjórnarmönnum í Kaupþingi, sagði að bankinn hafi brotið lög með því að fjármagna sjálfur kaup Al Thani á 5,01% hlutafé í bankanum.

Fellibylurinn Hayian: Að minnsta kosti þrír látnir

Fellibylurinn Hayian hefur náð landi á Filippseyjum og mælist stöðugur vindhraði hans 235 kílómetra hraða á klukkustund eða um 65 metrar á sekúndu. Vitað er um þrjú dauðsföll af hans völdum en menn óttast að sú tala eigi eftir að hækka verulega.

Ráðherra vill skoða hærri persónuafslátt

"Við höfum ekki haft tilfinningu fyrir því hvort ríkisstjórnin vildi koma að gerð kjarasamninga. Ég tel hins vegar eftir þennan fund að vilji stjórnvalda standi til þess,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands.

Önnur konan sem skipuð er aðalvarðstjóri

Bjarney S. Annelsdóttir hefur verið skipuð, af ríkislögreglustjóra, aðalvarðstjóri við embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Hún var metin hæfust af 15 umsækjendum.

Söguleg löggjöf samþykkt í Bandaríkjunum

Öldungardeild bandaríska þingsins samþykkt í dag löggjöf sem varðar réttindi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transgender fólks. Samkvæmt lögunum er bannað að ráða eða reka einstaklinga úr vinnu vegna kynhneigðar þeirra.

"Það stafar mikil ógn af þessum fellibyl“

Fellibylurinn Haiyan gengur yfir Filippseyjar í nótt, en óveðrið er það mesta sem mælst hefur á jörðinni á þessu ári. Búast má við að vindhviður geti farið upp í 370 kílómetra á klukkustund.

Ferðamönnum fjölgar í október

Ferðamönnum sem ferðast um landið í október hefur fjölgað um tæp 18 prósent á milli ára. Svipaður fjöldi Íslendinga hefur farið utan árið 2013 og árið 2012.

Skera upp herör gegn sýruárásum

Tilkynnt er um 1500 sýruárásir á hverju ári í heiminum, en enginn veit þó hver raunverulegur fjöldi þeirra er þar sem gífurlegur fjöldi mála lítur aldrei dagsins ljós. Un Women á Íslandi skera nú upp herör gegn sýruárásum í heiminum með viðburði í Hörpu næstkomandi fimmtudag. Auglýsingar fyrir viðburðinn hafa vakið athygli en þar líta þekktar íslenskar konur út fyrir að hafa orðið fyrir sýruárásum.

Eigendur Fernöndu koma til landsins á morgun

Starfsmenn Norfos Shipping, eiganda flutningaskipsins Fernöndu sem nú liggur stórskemmt í höfn á Grundartanga, koma hingað til lands núna um helgina. Með í för verða fulltrúar tryggingafélaga sem munu meta skemmdirnar.

Klapptréð er þeirra

Tveir íslenskir aðdáendur hljómsveitarinnar One Direction duttu heldur betur í lukkupottinn á dögunum þegar þær fengu gefins klapptré sem notað var í tökum á nýjasta myndbandi sveitarinnar.

Mikil aukning í íþróttaiðkun hjá stelpum

Mikil aukning hefur orðið á íþróttaiðkun meðal stelpna. Þetta kemur fram í niðurstöðum úr æskulýðsrannsókninni "Ungt fólk 2013“ en rannsóknin er gerð í 5., 6. og 7. bekk í grunnskóla landsins.

Stefán Blackburn neitar sök

Stefán Blackburn mætti í fyrirtöku í Stokkseyrarmálinu í dag. Tvær aðrar ákærur voru sameinaðar málinu og neitaði Stefán sök og bar fyrir sig minnisleysi.

Sjá næstu 50 fréttir