Innlent

Börn upplýsa foreldra sína ekki um einelti

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Algengast er að börn verði fyrir einelti í gegnum samskiptasíður eða skyndiskilaboð.
Algengast er að börn verði fyrir einelti í gegnum samskiptasíður eða skyndiskilaboð.
Fram kemur í könnum sem Samfélag, fjölskylda og tækni (SAFT) stóð fyrir að börn upplýsa forelda sína ekki fyrir einelti sem þau verða fyrir á netinu. Líklegra er að börn verði fyrir einelti í skólum en á netinu. Rúmlega 19% barna sem tóku þátt í könnunni sögðust hafa orðið fyrir einelti í skólanum. 9% sögðust hafa orðið fyrir einelti á netinu á síðustu 12 mánuðum.

Rétt rúmlega 5% íslenskra barna og unglinga sögðust hafa orðið fyrir einelti í gegnum farsíma, þ.e. verið strítt, áreitt, ógnað eða þau skilin útundan. Algengast er að börn verði fyrir einelti í gegnum samskiptasíður eða skyndiskilaboð. Yfir helmingur þeirra sem höfðu orðið fyrir einelti sögðu að eineltið hefði átt sér stað á samskiptasíðum eins og Facebook og rúmlega 36% sögðu að það hefði átt sér stað í skyndiskilaboðum eins og á MSN, Snapchat eða Facebook chat.

Rúmlega 40% þeirra barna sem höfðu orðið fyrir einelti á netinu sögðust hafa sagt foreldrum sínum frá því sem gerst hafði og tæp 54% þeirra sem höfðu orðið fyrir einelti í gegnum farsíma. Þegar foreldrarnir voru sjálfir spurðir hvort barn þeirra hefði verið lagt í einelti á netinu á síðastliðnum 12 mánuðum svöruðu rétt rúm 4% játandi en eins og fram kom hér á undan sögðust 9% barna hafa orðið fyrir einelti á netinu á sl. 12 mánuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×