"Fluggjöldin ekki hækkað mikið meira en matarkarfan" Samúel Karl Ólason skrifar 8. nóvember 2013 06:45 Árni Gunnarsson, forstjóri Flugfélags Íslands. „Hækkun okkar hefur haldið nokkuð í takt við vísitöluna,“ segir Árni Gunnarsson forstjóri Flugfélags Íslands eftir að Vísir hafði samband við hann í varðandi frétt sem birt var á vefnum í fyrradag. Þar var sagt frá því að Jóhanna Regína Aðalbjörnsdóttir átti að greiða 160 þúsund krónur fyrir flugmiða frá Þórshöfn til Reykjavíkur og til baka, fyrir móður sína, systur og dóttir hennar.Að sögn Árna hafa opinber gjöld hækkað gífurlega á innanlandsflug eins og sést á myndinni hér að neðan. „Við höfum verið að benda á þetta og á sama tíma og verið er að dæla peningum í strætó samgöngur, ekki það að ég sé á móti þeim, er spurning hvort það eigi að vera á kostnað innanlandsflugs. Ég lít á innanlandsflug sem almenningssamgöngur en 60% þeirra sem fljúga með okkur borga fyrir flugið úr eigin vasa,“ segir Árni. Árið 2009 greiddi flugfélagið innan við 200 milljónir í opinber gjöld en á síðasta ári fóru þau vel yfir 400 milljónir króna samkvæmt Árna. „Við höfum reynt að hagræða í rekstri á móti þessum hækkunum svo allur kostnaðurinn myndi ekki lenda á neytendum. Að meðaltali hafa fluggjöldin hjá okkur ekki hækkað mikið meira en matarkarfan út í búð. Verðlag hefur þó auðvitað áhrif á eftirspurn og við finnum sannarlega fyrir því.“Á þessu línuriti sést hve mikið opinber gjöld hafa hækkað á innanlandsflug.Varðandi samanburð á verði innanlandsflugs og millilandaflugs segir Árni. „Það er þannig að þú ert jafnan á minni flugvélum í innanlandsflugi en margt af því sem tengist flugrekstri er jafn dýrt hvort sem þú ert á lítilli vél eða stórri. Það er ekki óeðlilegt að það sé hlutfallslega dýrara að fara styttri leið en lengri,“ segir Árni. „Ef borin eru saman lægstu gjöldin hjá okkur og í millilandaflugi erum við lægri og að bera saman hæstu gjöldin hjá okkur og þau lægstu í millilandaflugi gefa ekki rétta mynd.“ „Það lægsta sem hún hefði getað fengið með að bóka með lengri fyrirvara væri um 90 þúsund krónur. Í raun er um að ræða 12 flugmiða og þá reiknast rúmlega 7.500 krónur á hvern miða. Tveir flugrekstraraðilar koma svo að þessu flugi, en við sjáum um sölu fyrir Norland Air, sem flýgur milli Þórshafnar og Akureyrar. Þannig að það eru margir þættir sem spila inni í. Að mörgu leyti er hægt að taka undir það að þetta er ekki ódýrt, en það er hægt að fá ódýrari miða með fyrirvara og því að skoða sig vel um.“ Tengdar fréttir Áttu að greiða 160 þúsund fyrir flugmiða innanlands Jóhanna Regína Aðalbjörnsdóttir ætlaði að kaupa miða fyrr í þessari viku fyrir innanlandsflug frá Þórshöfn til Reykjavíkur og til baka fyrir tvo fullorðna og eitt barn. Miðar þessir kostuðu 157.300 krónur með öllum gjöldum. 6. nóvember 2013 13:58 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Sjá meira
„Hækkun okkar hefur haldið nokkuð í takt við vísitöluna,“ segir Árni Gunnarsson forstjóri Flugfélags Íslands eftir að Vísir hafði samband við hann í varðandi frétt sem birt var á vefnum í fyrradag. Þar var sagt frá því að Jóhanna Regína Aðalbjörnsdóttir átti að greiða 160 þúsund krónur fyrir flugmiða frá Þórshöfn til Reykjavíkur og til baka, fyrir móður sína, systur og dóttir hennar.Að sögn Árna hafa opinber gjöld hækkað gífurlega á innanlandsflug eins og sést á myndinni hér að neðan. „Við höfum verið að benda á þetta og á sama tíma og verið er að dæla peningum í strætó samgöngur, ekki það að ég sé á móti þeim, er spurning hvort það eigi að vera á kostnað innanlandsflugs. Ég lít á innanlandsflug sem almenningssamgöngur en 60% þeirra sem fljúga með okkur borga fyrir flugið úr eigin vasa,“ segir Árni. Árið 2009 greiddi flugfélagið innan við 200 milljónir í opinber gjöld en á síðasta ári fóru þau vel yfir 400 milljónir króna samkvæmt Árna. „Við höfum reynt að hagræða í rekstri á móti þessum hækkunum svo allur kostnaðurinn myndi ekki lenda á neytendum. Að meðaltali hafa fluggjöldin hjá okkur ekki hækkað mikið meira en matarkarfan út í búð. Verðlag hefur þó auðvitað áhrif á eftirspurn og við finnum sannarlega fyrir því.“Á þessu línuriti sést hve mikið opinber gjöld hafa hækkað á innanlandsflug.Varðandi samanburð á verði innanlandsflugs og millilandaflugs segir Árni. „Það er þannig að þú ert jafnan á minni flugvélum í innanlandsflugi en margt af því sem tengist flugrekstri er jafn dýrt hvort sem þú ert á lítilli vél eða stórri. Það er ekki óeðlilegt að það sé hlutfallslega dýrara að fara styttri leið en lengri,“ segir Árni. „Ef borin eru saman lægstu gjöldin hjá okkur og í millilandaflugi erum við lægri og að bera saman hæstu gjöldin hjá okkur og þau lægstu í millilandaflugi gefa ekki rétta mynd.“ „Það lægsta sem hún hefði getað fengið með að bóka með lengri fyrirvara væri um 90 þúsund krónur. Í raun er um að ræða 12 flugmiða og þá reiknast rúmlega 7.500 krónur á hvern miða. Tveir flugrekstraraðilar koma svo að þessu flugi, en við sjáum um sölu fyrir Norland Air, sem flýgur milli Þórshafnar og Akureyrar. Þannig að það eru margir þættir sem spila inni í. Að mörgu leyti er hægt að taka undir það að þetta er ekki ódýrt, en það er hægt að fá ódýrari miða með fyrirvara og því að skoða sig vel um.“
Tengdar fréttir Áttu að greiða 160 þúsund fyrir flugmiða innanlands Jóhanna Regína Aðalbjörnsdóttir ætlaði að kaupa miða fyrr í þessari viku fyrir innanlandsflug frá Þórshöfn til Reykjavíkur og til baka fyrir tvo fullorðna og eitt barn. Miðar þessir kostuðu 157.300 krónur með öllum gjöldum. 6. nóvember 2013 13:58 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Sjá meira
Áttu að greiða 160 þúsund fyrir flugmiða innanlands Jóhanna Regína Aðalbjörnsdóttir ætlaði að kaupa miða fyrr í þessari viku fyrir innanlandsflug frá Þórshöfn til Reykjavíkur og til baka fyrir tvo fullorðna og eitt barn. Miðar þessir kostuðu 157.300 krónur með öllum gjöldum. 6. nóvember 2013 13:58