Innlent

Hafna tillögu um nýja löggæslunefnd

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Lögreglustjóri og borgarstjóri hittast mánaðarlega.
Lögreglustjóri og borgarstjóri hittast mánaðarlega. Fréttablaðið/Valli
„Það er óþarfi að stofna til sérstakrar nefndar um samráð sem þegar er í mjög góðum farvegi,“ bókuðu borgarráðsfulltrúar meirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar, er þeir felldu í gær tillögu sjálfstæðismanna um aukið samstarf lögreglu og borgarinnar um löggæslumálefni.

Sjálfstæðismenn kváðust harma niðurstöðuna. „Óskað er eftir því að skrifaðar verði fundargerðir á fundum borgarstjóra og lögreglustjóra og þær lagðar fyrir borgarstjórn svo fljótt sem auðið er,“ bókuðu þeir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×