Ráðherra vill skoða hærri persónuafslátt Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 8. nóvember 2013 00:00 Forysta og samninganefnd Alþýðusambandsins hittu ráðherra ríkisstjórnarinnar á fundi í gær. Fundurinn markaði ákveðin tímamót þar sem aðilar vinnumarkaðarins hafa kallað stíft eftir því síðustu daga að ríkisstjórnin gerði grein fyrir því með hvaða hætti stjórnvöld ætluðu að koma að gerð kjarasamninga. Frettablaðið/Vilhelm „Við höfum ekki haft tilfinningu fyrir því hvort ríkisstjórnin vildi koma að gerð kjarasamninga. Ég tel hins vegar eftir þennan fund að vilji stjórnvalda standi til þess,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands. Forysta og samninganefnd Alþýðusambandsins hitti forsætis-, fjármála- og félagsmálaráðherra á fundi í stjórnarráðinu í gær.Forystumenn í verkalýðshreyfingunni hafa undanfarna daga kallað mjög eftir því að ríkisstjórnin gerði grein fyrir því hver efnahagsstefnan ætti að vera til lengri tíma litið. Ekki fengust svör við því á fundinum en verkalýðshreyfingin kynnti áherslur sínar. Hún reifaði hugmyndir sínar hvað varðar jöfnun lífeyrisréttinda, húsnæðismál, gengis- og vaxtamál og varðandi skattabreytingar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin sé ekki beinn aðili að kjaraviðræðum. „Það eru atvinnurekendur og launþegahreyfingin sem eru að semja sín í milli. Menn komast ekki hjá samningum þótt aðstæður séu erfiðar,“ segir Sigmundur Davíð. Hann segir að ekki sé hægt að velta ábyrgðinni af samningsgerðinni yfir á stjórnvöld. Aðkoma stjórnvalda sé að skapa stöðugleika þannig að menn viti við hvaða aðstæður þeir eru að semja en stjórnvöld hafi takmarkað svigrúm til að koma með bein fjárframlög inn í samningagerðina. Hvað varðar skattabreytingar segir Bjarni að það hafi verið búið til sérstakt skattþrep fyrir þá sem eru með lægri laun en 240 þúsund á mánuði og skattar þeirra hafi verið lækkaðir. Persónuafslátturinn sé verðtryggður en þeir sem sitji eftir sé millitekjufólkið, þeir sem eru með laun yfir 240 þúsundum. Aðgerðir stjórnvalda að þessu sinni beinist að þeim. Sigmundur Davíð forsætisráðherra segir að stjórnvöld hafi velt fyrir sér hækkun persónuafsláttar. „Ég er ekki frá því að það sé þess virði að skoða það betur,“ segir forsætisráðherra og bætir við að menn séu að skoða ýmsar leiðir í þessu sambandi. „Mér fannst menn vera að kalla eftir loforði um að við tækjum samtal um mikilvæg mál eins og þróun húnsnæðismarkaðarins, um skattapólitík til næstu ára og hvers sé að vænta eftir afnám hafta í peningamálum,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Hann segist skynja að ástandið sé gríðarlega viðkvæmt en þrátt fyrir það hafi menn í höndunum tækifæri til ná kaupmáttarsamningum. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Færa sig af neyðarstigi niður á hættustig Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
„Við höfum ekki haft tilfinningu fyrir því hvort ríkisstjórnin vildi koma að gerð kjarasamninga. Ég tel hins vegar eftir þennan fund að vilji stjórnvalda standi til þess,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands. Forysta og samninganefnd Alþýðusambandsins hitti forsætis-, fjármála- og félagsmálaráðherra á fundi í stjórnarráðinu í gær.Forystumenn í verkalýðshreyfingunni hafa undanfarna daga kallað mjög eftir því að ríkisstjórnin gerði grein fyrir því hver efnahagsstefnan ætti að vera til lengri tíma litið. Ekki fengust svör við því á fundinum en verkalýðshreyfingin kynnti áherslur sínar. Hún reifaði hugmyndir sínar hvað varðar jöfnun lífeyrisréttinda, húsnæðismál, gengis- og vaxtamál og varðandi skattabreytingar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin sé ekki beinn aðili að kjaraviðræðum. „Það eru atvinnurekendur og launþegahreyfingin sem eru að semja sín í milli. Menn komast ekki hjá samningum þótt aðstæður séu erfiðar,“ segir Sigmundur Davíð. Hann segir að ekki sé hægt að velta ábyrgðinni af samningsgerðinni yfir á stjórnvöld. Aðkoma stjórnvalda sé að skapa stöðugleika þannig að menn viti við hvaða aðstæður þeir eru að semja en stjórnvöld hafi takmarkað svigrúm til að koma með bein fjárframlög inn í samningagerðina. Hvað varðar skattabreytingar segir Bjarni að það hafi verið búið til sérstakt skattþrep fyrir þá sem eru með lægri laun en 240 þúsund á mánuði og skattar þeirra hafi verið lækkaðir. Persónuafslátturinn sé verðtryggður en þeir sem sitji eftir sé millitekjufólkið, þeir sem eru með laun yfir 240 þúsundum. Aðgerðir stjórnvalda að þessu sinni beinist að þeim. Sigmundur Davíð forsætisráðherra segir að stjórnvöld hafi velt fyrir sér hækkun persónuafsláttar. „Ég er ekki frá því að það sé þess virði að skoða það betur,“ segir forsætisráðherra og bætir við að menn séu að skoða ýmsar leiðir í þessu sambandi. „Mér fannst menn vera að kalla eftir loforði um að við tækjum samtal um mikilvæg mál eins og þróun húnsnæðismarkaðarins, um skattapólitík til næstu ára og hvers sé að vænta eftir afnám hafta í peningamálum,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Hann segist skynja að ástandið sé gríðarlega viðkvæmt en þrátt fyrir það hafi menn í höndunum tækifæri til ná kaupmáttarsamningum.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fleiri fréttir Færa sig af neyðarstigi niður á hættustig Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira