Innlent

Verðtryggð fasteignalán standist ekki kröfur laga um neytendalán

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Hagsmunasamtök heimilanna standa að baki stefnu gegn Íbúðarlánasjóði
Hagsmunasamtök heimilanna standa að baki stefnu gegn Íbúðarlánasjóði Mynd / GVA
Stefna Hagsmunasamtaka heimilanna gegn Íbúðalánasjóði vegna verðtryggðs neytendaláns var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Málshöfðunin byggir á því að lánasamningur hins verðtryggða fasteignaláns standist ekki kröfur sem kveðið er á um í lögum um neytendalán.

Þar kemur fram að tæmandi upplýsingar um heildarlántökukostnað skuli liggja fyrir við undirritun lánasamninga, miðað við raunverulegar forsendur, og sé lánveitanda því ekki heimilt að innheimta þann kostnað.

Í tilkynningu frá Hagsmunasamtökum heimilanna segir að nú þurfi að flýta ofangreindu dómsmáli HH í gegnum íslensk dómstig þannig að úr þessari óvissu um lögmæti verðtryggingarinnar verði skorið sem fyrst og verði að treysta íslenskum dómurum til að dæma eftir íslenskum lögum.

„Íslensk heimili þola ekki enn eina smáskammtalækninguna í formi samninga við þá sem orsökuðu forsendubrestinn margumtalaða og íslenskar fjölskyldur þola ekki lengri bið eftir því að fá úr því skorið hvort verðtrygging neytendalána sé ólöglega útfærð.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×