Innlent

Gullfoss þykir fallegasti staður Íslands

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Gullfoss er fyrstur á lista yfir tíu fallegustu staði Íslands að mati ferðavefsíðunnar.
Gullfoss er fyrstur á lista yfir tíu fallegustu staði Íslands að mati ferðavefsíðunnar. Mynd / Pjetur Sigurðsson
Helsta áhugamál bresku hjónanna Gray og Becky er að ferðast og halda þau úti ferðavefsíðu sem nefnist GlobalGrasshopper. Gray er grafískur hönnuður og ferðaljósmyndari og Becky skrifar pistlana.

Þau skrifa grein um Ísland á vefsíðunni og segja landið vera á hraðri leið með að verða vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Evrópu.

Þau segja landið vera paradís náttúruunnandans og út frá sinni eigin reynslu, ásamt óformlegri könnun meðal félaga þeirra í ferðageiranum, hafa þau valið tíu fallegustu staði Íslands.

Listinn kemur ekki sérlega á óvart. 

Tíu fallegustu staðir Íslands að mati GlobalGrasshopper: 

1. Gullfoss

2. Þingvellir

3. Geysir

4. Bláa lónið

5. Askja

6. Vestfirðir

7. Jökulsárlón

8. Landmannalaugar

9. Skaftafell

10. Jökulsárgljúfur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×