Innlent

Sviptur ökuréttindum ævilangt

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Hæstiréttur dæmdi manninn í sex mánaða fangelsi
Hæstiréttur dæmdi manninn í sex mánaða fangelsi Mynd / GVA
lHæstiréttur mildaði refsingu ökuníðings í sex mánaða fangelsi í stað árs eins og héraðsdómur dæmdi.

Maðurinn var ákærður fyrir akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna, hraðakstur, akstur án ökuréttinda, fíkniefnalagabrot og brot á skilyrðum reynslulausnar.

Auk fangelsisvistar er maðurinn sviptur ökuréttindum ævilangt og þarf að greiða tæp sjö hundruð þúsund í sakarkostnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×