Innlent

Einstaklingar utan EES borga meira fyrir heilbrigðisþjónustu

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra.
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. Mynd/Valgarður
Íbúar utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) borga meira fyrir heilbrigðisþjónustu hér á landi en þeir sem búsettir eru innan EES. Þetta kemur fram í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra.

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sendi fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um hvort það hafi verið skoðað að innheimta hærri gjöld fyrir heilbrigðisþjónustu af þeim einstaklingum sem búsettir eru utan EES.

Heilbrigðisráðherra svarar að þeir sem búsettir eru utan EES greiði fullt gjald fyrir heilbrigðisþjónustu, sbr. reglugerð nr. 1101/2012, um heilbrigðisþjónustu við þá sem ekki eru sjúkratryggðir samkvæmt lögum um sjúkratryggingar og greiðslur þeirra fyrir heilbrigðisþjónustuna.

Reglugerð þessi er endurskoðuð árlega og gjöldum breytt með hliðsjón af verðlagsbreytingum. Þeir sem eru búsettir utan Evrópska efnahagssvæðisins greiða því nú þegar hærri gjöld en þeir sem búa innan svæðisins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.