Fleiri fréttir

Fyrsta vopnaprentsmiðjan fundin

Lögreglan í Manchester hefur gert þrívíddarprentara upptækan sem talið er að hafi verið notaður í vopnaframleiðslu.

Brand segir stjórnmálamenn lygara

Skemmtikrafturinn Russell Brand skrifar langa grein í nýjasta tölublaði stjórnmálatímaritsins New Statesman þar sem hann segir stjórnmálamenn bera ábyrgð á hörmungum heimsins.

Dómur staðfestur yfir Bo Xilai

Dómstóll í Kína hafnaði í dag áfrýjunarbeiðni frá Bó Xilai, fyrrverandi leiðtoga í kommúnistaflokknum og staðfesti í staðinn lífstíðardóm sem hann var dæmdur í á dögunum. Xilai var sakfelldur fyrir mútur, fjárdrátt og misnotkun á valdi sínu en um tíma var talið að hann yrði einn af hæst settu mönnum flokksins.

Minnsti munur milli kynja á Íslandi

Ísland er enn efst á blaði þegar litið er til hvar í veröldinni mestum árangri hefur verið náð við að jafna kynjamuninn ef marka má nýja skýrslu World Economic Forum um kynjamuninn í heiminum. Þetta er fimmta árið í röð sem Ísland lendir í efsta sæti listans og fylgja Finnar og Norðmenn í kjölfarið.

Grænlendingar gera risastóran samning um námuvinnslu

Grænlenska heimastjórnin hefur samið við breska námafyrirtækið London Mining, um rétt til að vinna járngrýti á Grænlandi. Samningurinn er til 30 ára og segir ráðherra iðnaðarmála í heimastjórninni í samtali við breska ríkisútvarpið að um sé að ræða stærsta verkefni sem ráðist hafi verið í í sögu Grænlands.

Einn úr Devils Choice gisti í fangageymslu í nótt

Einn meðlimur úr norska vélhjólagenginu Devils Choice gisti fangageymslur lögreglunnar á Suðurnesjum í nótt og verður sendur aftur út í dag, en hann var handtekinn í Leifsstöð við komuna til landsins í gær.

Óhöpp í hálkunni

Ökumaður flutningabíls slasaðist þegar bíll hans rann í hálku út af Háreksstaðaleið, skammt frá afleggjaranum að Vopnafirði um miðnætti. Hann var fluttur á sjúkrahúsið á Neskaupstað til aðhlynningar, en mun ekki vaera alvarlega meiddur. Þá slapp fjögurra manna fjölskylda nær ómeidd þegar jeppi fólksins valt í þjóðgarðinum á Þingvöllum í gærkvöldi og fór heila veltu. Ökumaðurinn missti stjórn á jeppanum í hálku. Hálka eða hálkublettir eru nánast um allt land nú í morgunsárið, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, og eru ökumenn varaðir við.-

Hætta á urðun úrgangs í Álfsnesi

Til stendur að loka Gými, móttöku fyrir lyktsterkan úrgang í Mosfellsbæ, á næstu árum. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu munu undirrita samkomulag þar að lútandi í dag.

Facebook ofmetin sem lýðræðisafl

"Facebook virðist ekki efla vald almennings gagnvart flokkum eða koma nýjum málum á dagskrá og er því ekki tæki sem eflir beint lýðræði, að minnsta kosti ekki ennþá,“ segir Baldvin Þór Bergsson.

Engin lausn í Lundúnum

Samningaviðræðum í makríldeilunni lauk í Lundúnum í gær án niðurstöðu. Til stóð að viðræðurnar stæðu yfir í þrjá daga en þeim var slitið fyrr en áætlað var.

Konur ætla að aka bifreiðum

Konur í Sádi-Arabíu hafa ákveðið að efna til mótmæla á morgun og setjast undir stýri á bifreiðum.

Kostar 24 milljónir að saga aspir

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks gagnrýndu á miðvikudag á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur að þegar hafi verið varið 12 milljónum króna til að fjarlægja aspir í Kvosinni og að nota eigi aðrar 12 milljónir til að halda verkinu áfram.

Bjóða upp á sojakjötsúpu á Kjötsúpudaginn

Ólafur og Stefán Ingi Stefánssynir í heilsubúðinni Góð heilsa gulli betri bjóða upp á valkost fyrir þá sem ekki borða kjöt á Kjötsúpudeginum á Skólavörðustíg.

Bandaríkjamenn hleruðu 35 þjóðarleiðtoga

Samkvæmt trúnaðarskjali sem upptljóstrarinn Edward Snowden lak til fjölmiðla hefur Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna hlerað síma fjölmargra þjóðarleiðtoga.

Mega ekki komast upp með eineltið

Vanda Sigurgeirsdóttir hyggst rannsaka gerendur í eineltismálum því að án gerenda er ekkert einelti. Hún segir gerendur ekki mega komast upp með þessa hegðun og það eigi að hjálpa þeim að komast út úr árásargjörnum samskiptum.

Gísli í loftið á Sunnudagsmorgunn

„Það verða margir góðir gestir í fyrsta þætti,“ segir Gísli Marteinn Baldursson sem stýrir nýjum stjórnmálaþætti sem hefur göngu sína á RÚV. Þátturinn hefur hlotið nafnið Sunnudagsmorgunn og fer í loftið kl. 11 næstkomandi sunnudag.

Áhugaverðar myndir á Google Street View

Á vefsíðunni Mashable kemur fram að á Street View hafi sést myndir frá því sem megi kalla óheppileg augnablik í lífi fólks yfir í myndir þar alvarlegar líkamsárásir sjást.

24 ára dæmdur fyrir samræði við 14 ára

Tuttugu og fjögurra ára gamall karlmaður var í Héraðsdómi Austurlands í dag dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi, þar af eru 12 skilorðsbundnir, fyrir kynferðisbrot gegn 14 ára stúlku.

Sjá næstu 50 fréttir