Innlent

Víða hálka á höfuðborgarsvæðinu

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Vegfarendur eru beðnir að fara varlega í hálkunni.
Vegfarendur eru beðnir að fara varlega í hálkunni. mynd/vilhelm
Víða er hált á höfuðborgarsvæðinu og hafa margir lesendur Vísis haft samband vegna þess.

Einn átti leið um Holtagarða og sagði að það væri flughált á þeim slóðum. Sömu sögu hafði annar að segja um Grafarholtið, en að sögn lögreglunnar er hálkan aðallega inni í hverfunum en minni á stofnbrautum.

Að sögn lögreglu hefur lítið verið um árekstra vegna hálkunnar en vegfarendur eru engu að síður beðnir að fara varlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×