Innlent

Sáralitar skemmdir eftir brunann hjá Borgarplasti

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Framleiðsla hefur hafist að nýju hjá Borgarplasti.
Framleiðsla hefur hafist að nýju hjá Borgarplasti.
Eldur kom upp í einangrunarplasti í einni byggingu af tveimur hjá Borgarplasti í morgun. Enn er óljóst hver upptök hans voru. Eins og greint var frá hjá Vísi gekk slökkvistarf greiðlega en ekki var um mikinn eld að ræða.

Samkvæmt framkvæmdastjóra fyrirtæksins vinna aðeins 2-3 starfsmenn í þeirri byggingu sem eldurinn kviknaði í og engan þeirra sakaði.

Sáralitar skemmdir urðu og reykræstingu er lokið. Framleiðsla með hefðbundnum hætti hefur hafist að nýju hjá fyrirtækinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×