Innlent

Óhöpp í hálkunni

Ökumaður flutningabíls slasaðist þegar bíll hans rann í hálku út af Háreksstaðaleið, skammt frá afleggjaranum að Vopnafirði um miðnætti. Hann var fluttur á sjúkrahúsið á Neskaupstað til aðhlynningar, en mun ekki vaera alvarlega meiddur.

Þá slapp fjögurra manna fjölskylda nær ómeidd þegar jeppi fólksins valt í þjóðgarðinum á Þingvöllum í gærkvöldi og fór heila veltu.

Ökumaðurinn missti stjórn á jeppanum í hálku. Hálka eða hálkublettir eru nánast um allt land nú í morgunsárið, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, og eru ökumenn varaðir við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×