Mega ekki komast upp með eineltið Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. október 2013 23:30 Vanda ætlar að rannsaka einelti í grunnskólum Íslands en segir einelti oft byrja í leikskóla. Fréttablaðið/Stefán „Mig langar að rannsaka einelti út frá sjónarhorni barnanna og hlusta á rödd þeirra. Mig langar sérstaklega að tala við gerendur, börn og foreldra þeirra, sem og fullorðna einstaklinga sem voru gerendur í eineltismálum sem börn. Vegna þess að ef það eru engir gerendur í eineltismálum, þá er ekkert einelti,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir sem undirbýr doktorsrannsókn sína um einelti í grunnskólum á Íslandi. Rannsókn á gerendum í eineltismálum hefur ekki verið gerð áður á Íslandi svo Vanda viti til. Ekki eru margar erlendar rannsóknir til um málið heldur. Vanda segir ekki hægt að flokka börn sem eru gerendur í einelti í ákveðinn hóp. Fyrr á tíðum voru uppi kenningar um að þeir væru aðallega börn með lélega sjálfsmynd. Í nýrri rannsóknum kemur hins vegar fram að margir gerenda eru sterkir einstaklingar með mikla leiðtogahæfileika sem kunna ekki að beina orku sinni í réttan farveg.Vanda Sigurgeirsdóttir segir gerendur í eineltismálum oft sterka einstaklinga sem finni ekkl orku sinni hepplegan farveg.Fréttablaðið/Daníel„Við verðum að reyna að skilja gerendur betur. Ef við ætlum að stoppa einelti þá þurfum við að ræða þetta og rannsaka þótt það sé kannski viðkvæmt og erfitt. Ég vona að fólk taki vel á móti mér þegar ég leita eftir viðmælendum.“ Vanda segir það versta sem foreldrar gerenda gera þegar hringt er í þá frá skólanum og talað um að barnið þeirra hafi lagt í einelti að loka eyrunum fyrir því. „Ef maður gerir ekki eitthvað í málunum heldur hegðunin áfram og getur undið upp á sig. Gerendur mega ekki komast upp með þessa hegðun,“ segir Vanda. „Ákveðinn hluti gerenda heldur áfram andfélagslegri hegðun fram á unglings- og fullorðinsár og lendir stundum í vandræðum vegna þess. Því ráðlegg ég foreldrum sem fá svona símtal frá skólanum að segja: Takk fyrir að hringja í mig!“ Taka þarf á einelti strax í leikskóla að sögn Vöndu. „Árásargjörn hegðun kemur oft fram strax í leikskóla og leikskólakennarar eiga gott með að koma auga á slíka hegðun. Þar væri strax hægt að reyna að finna betri farveg fyrir hegðun barnsins og hjálpa því að komast út úr erfiðum samskiptum,“ segir Vanda sem heldur fyrirlestur um væntanlega rannsókn sína í Háskóla Íslands í dag. Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Sjá meira
„Mig langar að rannsaka einelti út frá sjónarhorni barnanna og hlusta á rödd þeirra. Mig langar sérstaklega að tala við gerendur, börn og foreldra þeirra, sem og fullorðna einstaklinga sem voru gerendur í eineltismálum sem börn. Vegna þess að ef það eru engir gerendur í eineltismálum, þá er ekkert einelti,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir sem undirbýr doktorsrannsókn sína um einelti í grunnskólum á Íslandi. Rannsókn á gerendum í eineltismálum hefur ekki verið gerð áður á Íslandi svo Vanda viti til. Ekki eru margar erlendar rannsóknir til um málið heldur. Vanda segir ekki hægt að flokka börn sem eru gerendur í einelti í ákveðinn hóp. Fyrr á tíðum voru uppi kenningar um að þeir væru aðallega börn með lélega sjálfsmynd. Í nýrri rannsóknum kemur hins vegar fram að margir gerenda eru sterkir einstaklingar með mikla leiðtogahæfileika sem kunna ekki að beina orku sinni í réttan farveg.Vanda Sigurgeirsdóttir segir gerendur í eineltismálum oft sterka einstaklinga sem finni ekkl orku sinni hepplegan farveg.Fréttablaðið/Daníel„Við verðum að reyna að skilja gerendur betur. Ef við ætlum að stoppa einelti þá þurfum við að ræða þetta og rannsaka þótt það sé kannski viðkvæmt og erfitt. Ég vona að fólk taki vel á móti mér þegar ég leita eftir viðmælendum.“ Vanda segir það versta sem foreldrar gerenda gera þegar hringt er í þá frá skólanum og talað um að barnið þeirra hafi lagt í einelti að loka eyrunum fyrir því. „Ef maður gerir ekki eitthvað í málunum heldur hegðunin áfram og getur undið upp á sig. Gerendur mega ekki komast upp með þessa hegðun,“ segir Vanda. „Ákveðinn hluti gerenda heldur áfram andfélagslegri hegðun fram á unglings- og fullorðinsár og lendir stundum í vandræðum vegna þess. Því ráðlegg ég foreldrum sem fá svona símtal frá skólanum að segja: Takk fyrir að hringja í mig!“ Taka þarf á einelti strax í leikskóla að sögn Vöndu. „Árásargjörn hegðun kemur oft fram strax í leikskóla og leikskólakennarar eiga gott með að koma auga á slíka hegðun. Þar væri strax hægt að reyna að finna betri farveg fyrir hegðun barnsins og hjálpa því að komast út úr erfiðum samskiptum,“ segir Vanda sem heldur fyrirlestur um væntanlega rannsókn sína í Háskóla Íslands í dag.
Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Sjá meira