Innlent

Bjóða upp á sojakjötsúpu á Kjötsúpudaginn

Óalfur Stefánsson býður gestum og gangandi upp á sojakötsúpu í tilefni Kjötsúpudagsins á Skólavörðustíg í dag. Guðný Jónsdóttir býr sojakjötsúpuna til.
Óalfur Stefánsson býður gestum og gangandi upp á sojakötsúpu í tilefni Kjötsúpudagsins á Skólavörðustíg í dag. Guðný Jónsdóttir býr sojakjötsúpuna til. Mynd/Daníel
„Kjötsúpudagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur á Skólavörðustígnum síðustu tíu árin og hefur verið alveg frábær skemmtun. Núna langaði okkur að bjóða líka upp á kjötsúpu fyrir þá sem geta ekki borðað kjöt af einhverjum ástæðum,“ segir Ólafur Stefánsson sem rekur heilsubúðina Góð heilsa gulli betri á Njálsgötunni ásamt bróður sínum Stefáni Inga Stefánssyni.

Nágrannar þeirra bræðra á Skólavörðustígnum, verslunar- og fyrirtækjaeigendur, sauðfjárbændur og fleiri, bjóða gestum og gangandi upp á íslenska kjötsúpu í dag og nefna uppátækið Djötsúpudaginn. Þetta er ellefta árið sem blásið er til slíkra hátíðahalda og hyggjast Ólafur og Stefán taka virkan þátt í ár. „Við erum í sjónlínu frá Skólavörðustíg, á horni Njálsgötu og Klapparstígs, og finnum lyktina vel,“ útskýrir Ólafur.

Öfugt við hina sem bjóða upp á kjötsúpu með gamla góða lambakjötinu ætla bræðurnir Ólafur og Stefán Ingi að framreiða kjötsúpu með sojakjöti fyrir áhugasama í miðbænum í dag. „Bróðir minn hefur verið grænmetisæta í nítján ár og saknar þess stundum að borða gamaldags íslenskan mat. Hugmyndin með sojakötsúpunni okkar er sú að það sé alveg hægt að búa til fyrirtakskjötsúpu á þennan hátt. Við viljum alls ekki traðka á tánum á kjötframleiðlendum heldur einungis benda á að þetta sé hægt, en þetta táknar ekki endalok lambakjötsins,“ segir Ólafur og hlær. „Ég hugsa að þeir sem borða kjöt gætu haft gaman af því að bera saman súpuna okkar og þessa sígildu. Eflaust munu einhverjir verða lítið hrifnir, en sumir finna alls engan mun.“

Sjálfur segist Ólafur vera á mörkum þess að vera grænmetisæta. „Í rauninni reyni ég að lágmarka kjötátið og hugsa mikið um hvaðan kjötið sem ég læt ofan í mig kemur. Íslenska lambakjötið finnst mér til dæmis frábært, en ég fæ mér ekki hamborgara þegar ég er í Bandaríkjunum. Ég pæli mikið í sjálfbærni,“ segir Ólafur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×