Innlent

Bíll valt í hálku við Öxará

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Að sögn lögreglunnar á Selfossi sluppu allir ómeiddir.
Að sögn lögreglunnar á Selfossi sluppu allir ómeiddir.
Jeppi valt rétt fyrir klukkan 19 í kvöld við Þingvallavatn skammt frá Öxará, en þar er sögð mikil hálka.

Í jeppanum voru hjón með tvö börn og sluppu allir ómeiddir að sögn lögreglunnar á Selfossi. Fólkið var þó sent á heilsugæsluna á Selfossi til frekari skoðunar. Jeppinn er töluvert skemmdur.

Þá missti ökumaður stjórn á bifreið sinni á Hellisheiði fyrr í dag og hafnaði utan vegar. Engin slys urðu á fólki en bíllinn skemmdist töluvert þar sem hann lenti á grjóti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×