Innlent

Urðun hætt í Álfsnesi

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Nýja stöðin verður staðsett norðanmegin á nesinu og því sem fjærst þéttbýli í Mosfellsbæ.
Nýja stöðin verður staðsett norðanmegin á nesinu og því sem fjærst þéttbýli í Mosfellsbæ. mynd/gva
Urðun úrgangs verður hætt í Álfsnesi innan fjögurra til fimm ára og gas- og jarðgerðarstöð tekin í notkun innan þriggja ára. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa samþykkt eigendasamkomulag um meðhöndlun úrgangs og stefnt er að undirritun á morgun.

Í frétt Mosfellings í dag segir að lyktarmengunar hafi orðið vart í nálægum hverfum en nýja stöðin verði staðsett norðanmegin á nesinu og því sem fjærst þéttbýli í Mosfellsbæ. Þar verði hún lítið sýnileg en einnig verði krafist fullkomnustu tækni sem völ sé á í mengunarvörnum.

Þá verður móttökurými stöðvarinnar yfirbyggt og lokað, með millirými sem er þannig hannað að ekki sé opið beint úr vinnslurými og út til að koma í veg fyrir að lykt úr vinnslurými geti borist út í andrúmsloftið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×