Innlent

Kostar 24 milljónir að saga aspir

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Aspir fjarlægðar úr Vonarstræti.
Aspir fjarlægðar úr Vonarstræti. Fréttablaðið/GVA
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks gagnrýndu á miðvikudag á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur að þegar hafi verið varið 12 milljónum króna til að fjarlægja aspir í Kvosinni og að nota eigi aðrar 12 milljónir til að halda verkinu áfram.

Sjálfstæðisfulltrúarnir tveir sögðust „ósammála þessari forgangsröðun fjármuna.“

Fulltrúar meirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar sögðu endurnýjun götutrjáa í miðborginni hafa verið ákveðna með 15 samhljóða atkvæðum í borgarstjórn í janúar 2011.

Vísuðu fulltrúar meirihlutans til úttektar garðyrkjustjóra sem sýndi „að aspirnar séu illa farnar og rótarkerfi þeirra skemmi gangstéttir.“ Í stað aspanna verði plantað öðrum hentugri trjátegundum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×