Innlent

Íbúar fái að tjá sig um veitingarekstur

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Opna á 55 gesta veitingastað á Melhaga.
Opna á 55 gesta veitingastað á Melhaga. Fréttablaðið/Stefán
Fulltrúa í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur greinir á um hvort leyfa beri veitingarekstur á Melhaga 20 - 22. Þar er læknastöð og apótek.



Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins segja að eðlilegt hefði verið að kynna breytinguna vel fyrir íbúum og að hafa samráð við þá því um sé að ræða veitingarekstur sem ekki hafi verið áður á þessu svæði.

Fulltrúar meirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar auk fulltrúa VG sögðu gert ráð fyrir verslun og þjónustu í húsnæðinu. „Mikilvægt er að gera hverfin í borginni sem sjálfbærust og að þar sé rekin fjölbreytt og góð þjónusta,“ bókuðu þeir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×