Hildur vill í fyrsta sætið Hjörtur Hjartarson skrifar 24. október 2013 19:00 Hildur Sverrisdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar næsta vor. Hún segir það nauðsynlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að boða nýja nálgun í borgarmálum. Hildur er 35 ára lögmaður og hefur á kjörtímabilinu starfað í umhverfis og skipulagsráði borgarinnar auk þess sem hún tók sæti Gísla Marteins Baldurssonar í borgarstjórn í september. Hún vill stuðla að breytingum innan Sjálfstæðisflokksins. „Ég tel nauðsynlegt að í Sjálfstæðisflokknum í dag í borgarmálum sé boðið upp á nýja nálgun. Í því felst meðal annars að hrósa pólitískum andstæðingum þegar þeir gera vel og taka þá þátt í því starfi í þágu borgarbúa og geta þannig staðið betur að vígi þegar þarf að gagnrýna það sem er alls ekki nógu vel gert.“ Hildur segir það afar mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn verði í meirihluta í næstu borgarstjórn og að hún sé rétta manneskjan til að leiða flokkinn í þá átt. „Ég hef til að mynda unnið mjög mikið og mjög vel með fólki úr öllum flokkum. Ég tel mig geta stuðlað að því að mynda meirihluta, að Sjálfstæðisflokkurinn verði í meirihluta á næsta kjörtímabili. Það er mjög aðkallandi og ég treysti mér til að leiða það nauðsynlega verkefni.“ Hildur segist ætla að leggja áherslu á borgarskipulag sem hún segir vera grunninn að betri borg. Hún telur að ef takast eigi að þétta byggð í Reykjavík sé nauðsynlegt að flugvöllurinn víki. „Það að ætla að þétta byggð og horfa ekki til mikilvæga svæðisins í Vatnsmýrinni fer að mörgu leyti ekki saman. Að því leytinu til tel ég að finna ætti flugvellinum nýjan stað þar sem hann þjónustar alla landsmenn og engu öryggi er stefnt í voða.“ Hildur er fjórði frambjóðandinn sem sækist eftir fyrsta sætinu en auk hennar stefna Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Halldór Halldórsson og Júlíus Vífill Ingvarsson á að leiða flokkinn í borginni. Það vex Hildi hins vegar ekki í augum að takast á við þennan hóp um oddvitasætið. „Nei, ég er í stjórnmálum því ég tel að stjórnmálamenn eiga að tala mjög hátt og skýrt og gera allt sem þeir geta til þess að þeirra hugmyndir verði ofan á til að gera vel. Og þá gerir maður bara það sem þarf að gera til þess.“ Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Hildur Sverrisdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar næsta vor. Hún segir það nauðsynlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að boða nýja nálgun í borgarmálum. Hildur er 35 ára lögmaður og hefur á kjörtímabilinu starfað í umhverfis og skipulagsráði borgarinnar auk þess sem hún tók sæti Gísla Marteins Baldurssonar í borgarstjórn í september. Hún vill stuðla að breytingum innan Sjálfstæðisflokksins. „Ég tel nauðsynlegt að í Sjálfstæðisflokknum í dag í borgarmálum sé boðið upp á nýja nálgun. Í því felst meðal annars að hrósa pólitískum andstæðingum þegar þeir gera vel og taka þá þátt í því starfi í þágu borgarbúa og geta þannig staðið betur að vígi þegar þarf að gagnrýna það sem er alls ekki nógu vel gert.“ Hildur segir það afar mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn verði í meirihluta í næstu borgarstjórn og að hún sé rétta manneskjan til að leiða flokkinn í þá átt. „Ég hef til að mynda unnið mjög mikið og mjög vel með fólki úr öllum flokkum. Ég tel mig geta stuðlað að því að mynda meirihluta, að Sjálfstæðisflokkurinn verði í meirihluta á næsta kjörtímabili. Það er mjög aðkallandi og ég treysti mér til að leiða það nauðsynlega verkefni.“ Hildur segist ætla að leggja áherslu á borgarskipulag sem hún segir vera grunninn að betri borg. Hún telur að ef takast eigi að þétta byggð í Reykjavík sé nauðsynlegt að flugvöllurinn víki. „Það að ætla að þétta byggð og horfa ekki til mikilvæga svæðisins í Vatnsmýrinni fer að mörgu leyti ekki saman. Að því leytinu til tel ég að finna ætti flugvellinum nýjan stað þar sem hann þjónustar alla landsmenn og engu öryggi er stefnt í voða.“ Hildur er fjórði frambjóðandinn sem sækist eftir fyrsta sætinu en auk hennar stefna Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Halldór Halldórsson og Júlíus Vífill Ingvarsson á að leiða flokkinn í borginni. Það vex Hildi hins vegar ekki í augum að takast á við þennan hóp um oddvitasætið. „Nei, ég er í stjórnmálum því ég tel að stjórnmálamenn eiga að tala mjög hátt og skýrt og gera allt sem þeir geta til þess að þeirra hugmyndir verði ofan á til að gera vel. Og þá gerir maður bara það sem þarf að gera til þess.“
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira