Innlent

Gefur kost á sér í 5.-7. sæti sjálfstæðismanna

Samúel Karl Ólason skrifar
Örn Þórðarson gefur kost á sér í 5.-7. sæti sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Örn Þórðarson gefur kost á sér í 5.-7. sæti sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Örn Þórðarson, ráðgjafi og fyrrverandi sveitarstjóri, hefur gefið kost á sér í 5.-7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Í tilkynningu segir að hann hafi yfir 15 ára reynslu af málefnum og viðfangsefnum sveitarfélaga á landsbyggðinni, bæði í gegnum fjölbreytt ráðgjafastörf í byggðamálum og sem sveitarstjóri í Rangárþingi ytra. „Ég hef fengið víðtæka, fjölbreytta og yfirgripsmikla reynslu af málefnum og viðfangsefnum sveitarfélaga, sem ég vil núna nýta til framtíðar fyrir Reykjavík, enda fæddur þar og uppalinn,“ segir Örn í tilkynningunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×