Innlent

24 ára dæmdur fyrir samræði við 14 ára

Tuttugu og fjögurra ára gamall karlmaður var í Héraðsdómi Austurlands í dag dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi, þar af eru 12 skilorðsbundnir, fyrir kynferðisbrot gegn 14 ára stúlku.

Í dómnum kemur fram að maðurinn hafi sótt stúlkuna á dvalarstað hennar og ekið með hana nokkurra kílómetra vegalengd að húsi þar sem hann hafði samræði við hana. Þá segir einnig að stúlkan hafi átt erfitt eftir að brotið átti sér stað.

Maðurinn játaði brot sitt, var samstarfsfús við lögreglu og hefur lýst yfir iðrun.

Hann var dæmdur til að greiða stúlkunni 250 þúsund krónur í miskabætur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×