Innlent

Ólafur hlýtur Eugene McDermott verðlaunin

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Ólafur Elíasson hlýtur verðlaun MIT fyrir næsta ár.
Ólafur Elíasson hlýtur verðlaun MIT fyrir næsta ár. Mynd/Stefán
Ólafur Elíasson hlýtur Eugene McDermott verðlaunin 2014 sem MIT háskólinn veitir árlega. MIT tilkynnti á heimasíðu sinni í dag um Ólafur hlyti verðlaunin og fær hann um 12 milljónir króna styrk til að sinna listsköpun sinni. Ólafur mun taka við verðlaunum á hátíðarkvöldverði 12. mars á næsta ári.

„Það er mikill heiður fyrir mig að hljóta þessi verðlaun frá MIT sem er stofnun sem hefur langa hefð fyrir því að koma hugsunum í framkvæmd,“ segir Ólafur á heimasíðu MIT.

Auk styrksins fær Ólafur að dvelja hjá MIT þar sem hann fær tækifæri til að opna sýningu og komast í tæri við efnilega listamenn sem eru í námi hjá skólanum.

Ólafur er þekktastur fyrir skúlptúra og umsvifamiklar innsetningar. Eugene McDermott verðlaunin voru fyrst veitt árið 1974 og er Ólafur sá 41. sem hlýtur þessi eftirsóttu verðlaun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×